Færsluflokkur: Bloggar

svo spennt :)

ég er að fara á taugum hérna... nú er ég búin að vera að missa vatnið smám saman í allan dag og farið að koma pínu verkir en engir svakalegir en samt smá... og var að koma úr monitor núna bara og á að mæta aftur kl hálf 9 í fyrramálið. þannig að núna er þetta allt að fara í gang og vonandi bara að maður fái smá svefn í nótt og verði vel hvíldur fyrir fæðuinguna þó ég sé ekkert5 alveg að búast við því að ég geti svofið en ég vona nú bara að þetta gangi vel í nótt..

en meira seinna...


LOKSINS!!!!!!!!!!!!!!!!!

jæja þá hefur litla daman loksins látið sér detta það í hug að kíkja kanski aðeins inn í þennan heim... ég er a.m.k. byrjuð að missa vatnið og er að taka því bara rólega ennþá en ég fer aftur í monitor í kvöld um 10 ef ekkert verður farið að gerast síðan verð ég sett af stað um 2 á morgun ef ekkert verður enn farið að gerast.. en vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með :)

læt síðan bara vita ef einhvað gerist meira


Litli Þrjóskupúkinn

já enn er ekkert farið að gerast á þessum bæ!!! ég held að þetta sé bara lítill þrjóskupúki sem ég er að fara að fæða inn í þennan heim og þetta bendir líka til þess að hún sé bara að' láta okkur vita hver ræður og hver mun alltaf ráða...
en já... nú er maður líka búinn að prófa svona hitt og þetta til þess að koma henni í heiminn sem fyrst en ekkert ætlar að virka þannig að maður verður bara að bíða rólegur  og vona bara að hún komi sem fyrst og á síðnum eigin vegum en ekki pínd í heiminn eftir 42vikna dvöl ú bumbunni minni.

Annar er bara allt rólegt að frétta hér.Helgi og ég erum bara búin að vera að reyna að finna upp á hinu og þessu til þess að gera svo að ég fari af stað.. löbbuðum til dæmis heim til tengdó úr árbænum og það tók um 45 mín og svo til baka aftur,er búin að fara í heitt bað, borða mikinn lakkrís, fara í bíltúr, ryksuga og skúra, þrífa skápinn í herberginu hátt og lágt hlaupa upp og niður stigana með þvott í þvottarhúsið ,....þúst og MARGT fleira hhahahaha ég bara veit ekki hvað það er hægt að gera meira.. en núna er ég líka búin að missa alla trúnna á þetta og leyfi þessu baraað koma þegar hún kemur. það verður hreyft við belgnum hjá mér næsta mánudag ef ekkert verður farið að gerast þannig að þá ætti það nú fljótlega að koma.

En ég leyfi ykkur bara að fylgjast með og reyni að vera dugleg að  blogga og segja frá:)
síðan er mamma líka með síðu og hún kemur með fréttirnar alveg um leið og stelpan er fædd inná hjá sér og þá fæ ég hana bara til þess að gera það fyrir mig íleiðinni svo að þið fáið fréttir sem fyrst.. en nóg í bili


Settur Dagur :)

Wúhúúúúúú............................

IT IS A BIG DAY TO DAY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!Prinsessan mín litla á að koma í dag Hlæjandi
þó að ég búist nú ekki við því að hún komi í dag að þá er nú alveg smá sjens á því ennþá..... það er bara að gera erobik og hoppa og skoppa, hlaupa upp og niður stigana á ganginum og fara í heita sturtu hihihihi neee kanski ekki. en maður er nú orðin svona nett stressaður yfir þessu.... ég var í mæðraskoðun áðan og hú gaf okkur nottla nýjan tíma eftir viku en hún sagði að hún byggist ekkert við okkur þá, en vildi hafa samt tíma til öryggis og ef við komum þá að þá verður hreyft við belgnum.... en við vonum nottla að það þurfi ekki annan tíma.  síðan var hún að spurja hvernig við vildum hafa þetta hvort ég vildi fæða á fæðingardeildinni og fara yfir á hreiðrið eða fæða á hreiðrinu og ég ætla að stefna að því að fæða á hreiðrinu.. en þá má ég ekki fá mænurótadeifingu :S veit ekki alveg hvað ég er að ana út í... kanski einhvað sem ég mun sjá eftir en það er allt í lagi að stefna að þessu... það er bara harkan 6 og ekkert annað!!!!!

Það eru allir farnir að bíða og eru orðin rosa spennt hérna í kring um mig á meðan ég er oggulítið stresssuð og hálf kvíðin bara... en það þýðir ekkert.. bara leyfa henni að koma núna og helst sem fyrst :D en ætla ekki að hafa þetta meira í bili.. og reyna að taka smá til í herberginu mínu...

p.s. allir að senda hríðastauma til mín svo þetta fari nú að skella allt á hjá mér :*:*:*:*:*
         leyfi ykkur svo að fylgjast með gang mála þegar einhvað gerist hérna....


þreytt spennt kvíðin......

já hvað getur maður sagt.... þreytt? kvíðin? spennt? ... ég veit eiginlega bara ekki...ætli það sé ekki bara blanda af þessu öllu....sitt lítið af hvoru held ég bara... nú eru 3 dagar eftirí settan dag og vonandi ekki mikið meira en það en auðvitað gæti alltaf verið lenra í þetta.. kanski vonandi....ég veit eiginlega ekki...

Vallý vinkona mömmu var hérna í gær og var að láta mig hafa barnabílstól sem hún á, og við vorum einmitt að tala um fæðinguna og sængurleguna og allt þetta.....og ég veit eiginlega ekki hvort ég eigi að vera spennt eða kvíðin fyrir fæðingunni.... auðvitað er ég spennt og langar að stelpan mín farai að koma í heiminn.. en fæðingin sjálf er eiginlega að gera meg meira stressaða og kvíðna... mun þetta ganga vel eða ekki? verð ég mikið verkjuð eða ekki? kemur einhvað uppá eða ekki? það eru allar svona spurningar sem eru að fara um kollinn á mér núna.

Síðan vil ég ekki vera lengur á spítalanum en þörf er semsagt 6klt ef allt gengur vel, því ég get ekki verið með einhverjum á stofu, en þá er nottla hreiðrið en ætli það verði fullt eða? þúst æji ég veit eiginlega ekki alveg hverju ég er að kvíða ég kanskiætti ekkert að hugsa út í þetta og leyfa þessu bara að koma, en þá er maður líka ekki viðbúinn neinu... er ekki alveg að höndla það.. en já æji ég veit það ekki

en ég ætla að setja inn mynd af bumbunni síðan 39vikna ....

bæ í bili


c_documents_and_settings_user_my_documents_krakkarnir_ekki_henda_hanna_my_pictures_olettan_bumbumyndir_39v.jpg

Smá bull í mér

Jæja þá eru bara 5 dagar eftir og vonandi ekki meira en það,en líka vonandi ekki mikið minna en það því ég er komin á einhverjar töflur til aðdrepa niður vírus sem ég er með og ég verð að vera búin að vera á þeim í 5-6 daga svo ég gei átt eðlilega.Ef hún kemur fyrr þá verður bráðakeisari, og mig langar nú að geta átt hana eðlilega. en þetta er 3ji dagurinn á töflunum þannig að hún má koma á sunnudaginn eða eftir það.

Þó maður sé nú orðin nett þreyttur á þessu og verkjaður þá er ég farin að kvíða pínku lítið þessarri fæðingu. ég er svo hrædd um að einhvað gerist eða þetta verði svo sársaukafullt að ég bara er að fara yfir um á þessu.So er Helgi loksins farinn að vera rólegri, þannig að þetta er ekki eins erfið bið fyrir hann eins og þetta var...þannig að þetta er allt orðið mun betra í rauninni þannig.

Svo þoli ég ekki hvað maður verður viðkvæmur.Ég er nú yfir höfuð ekki neitt svaka viðkvæm, en er það örlítið núna en samt kannast ég ekki við það eins og flestar tala um að grenja út af engu og einhvað.Ég var einmitt að tala um þetta við Helga um daginn og hann sagði a.m.k. að ég væri ekki þannig, en það gæti verið kanski bara það sem hann segji við mig. veit ekki... en mér finnst það allavegana ekki.

Æj já..þó að kvíðinn sé mikill þá er nú spenningurinn líka frekar mikill... síðan eru vinkonur mömmu að hringja í hana til þess að spjalla og spurjka svo allar alltaf hvort einhvað sé farið að gerast og einhvað.. þannig að við fjölskyldan erum greinilega ekki sú eina sem er farin að bíða :) Íris yngsta systir Helga sagði í gær við mig, YESSSSS bara 6 dagar eftir ertu ekki spennt.. og þá spurði Helgi einmitt mömmu sína hvort hún væri nú ekki búin að gera henni grein fyrir því að það gæti orðið 14dögum lengra en það, og þá sagði hún bara ; nei... því það er ekkert inní myndinni :) hehe þannig a ég má greinilega bara ekkert ganga fram yfir..... já það er gaman að þessu

en ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa meira ég er búin að skrifa svo hrikalega mikið um allt og ekki neitt sem öllum er sama um hehehehe þannig að ég ætla bara að hætta að kvelja fólk með óþarfanum í mér og finna einhvað betra að gera :)


Alveg búin á því!!!!!!!!

Úffffff hvað þetta tekur á að vera svona ólétt.... ég er alveg að gefast upp.... ég er orin svo þreytt og með mikla verki í grindinni og lífbeininu og svo þegar hún sparkar þá er það orðið sársaukafullt.. ohhh.... en það eru bara 10 dagar eftir og ég vona að það verði nú EKKI meira en það!!!! ég trúi því ekki að það sé hægt að gera manni það að ganga með 42vikur.!...
Þá fer ég bara fram á keisara eða einhvað! alveg á hreinu... en annars er bara allt annað tilbúið held ég bara.. ég og Helgi fórum í verslunarleiðangur í gær og vorum að kaupa smotterí sem vantaði þannig að í rauninni er allt tilbúið nema hún.

Síðan er ég að ná vekindunum úr mér loksins þannig að þetta er allt að koma.æji síðan er Helgi svo mikið æði.. hann er orðin svo spenntur að hann hringir stundum úr vinunni og ath vort einhvað sé farið að gerast og láta mig vita að ég verði að muna að hringja í hann um leið og einhvað.. æji hann er svo spenntur að þetta er eiginlega bara óholt. Þa' eru ennþá 10 dagar í settan dag og hann er bara eins og ég sé komin fram yfir :) æji já.. þetta er bara sætt.. ég er svona að reyna að halda honum niðri á jörðinni því hann æsir mig svolítið upp í spenning, þannig að ég er svona að reyna að passa mig og í leiðinni að halda í hann....

Síðan vorum við að skrifa niður fólkið sem við ætlum að bjóða í skírnina.... og guð minn góður þetta er bara eins og fermingarveisla!!! 58 manns.... mig langaði svo að skíra heima og við vorum búin að ákveða það að vera með skírnina hjá tengdó en ég held að það verði ekki hægt iða við allann þennan fjölda:S æji þetta kemur allt í ljós.

en jæjja.... núna æta ég bara að horfa á tv....


ooo veikúúúúrrr.........

37v&1d

Nú er eingungis 17 dagar í settan dag og ég er orin frekar óþolinmóð. nema hvað.. næli ég mér eki í þessa fínustu flensu!! á mörkunum að vera með hita geðveikan hósta og ýkt mikið kvef... svo má eki gleyma þessum yndislega slappleika Glottandi
ég er svona að reyna að taka þessu öllu með geðveikri jákvæðni.. en það gengur bara eins og það gengur Svalur

já svona er þetta... í gær var ég að fá vöggu á hjólum frá Vallý vinkonu mömmu til þess að hafa í stofunni svo að maður geti haft prinsessuna frammi á daginn.. og sv í herberginu bara á nóttunniKoss ógilega snéðugt, siðan ætlar hún að lána okkur líka barnabílstól , og bara já... man eki hvað ég ætlaði að segja....

ég hef verið að fá smá samdrætti annað slagið síðan 19.ágúst og svona smá þrýstings verki með (fyrirvaraverkir) en í nótt vaknaði ég við mesta sársauka í geymi.. hann var samt ekkert svo hryllilega slæmur...bara frekar samt og í gær áður en ég fór að sofa fékk ég þennan svaka verk í bakið (þá á ég við með samdráttunum) þannig að kanski sé einhvað farið að gerast....Skömmustulegur

en ég þarf að fara að gera einhvað.. þvo meira af fötum og svona.. er búin að fá svo mikið eftir að ég kláraði að þvo að ég á eftir einhvað... reyna að gera einhvað mér til dundurws... svo kanski bara fara að hlaupa upp og niur stigana eða leita af trampólíni eða einhvað Brosandi neinei.. enga vitleysu...

en ég kveð þá bara í bili

*myndin efst i boginu var tekin þan 22.ágúst 2006 og er ég komin 37vikur og 1 dag á henni.*


aðgerðarleysið!!!!!!

já þetta aðgerðarleysi er að fara með mann hérna.... okey ég er úin að taka herbergið mitt ALGJÖRLEGA í gegn..... búin að þvo mánaðarskammt af þvotti því ég hef ekki nennt að þvo neitt af mér og Helga, skúraði þurkaði af og færði allt til í herberginu... þannig að það er voða sjæní.... og hvað svo...hmmm.... hvað getur maður gert á þessulandi... einn btw. allir að vinna nottla þannig að það sem ég færi í að gera, myndi ég gera ein. ekki má ég fara í tívolíið.....ekki enni ég ein í kringluna eða smáralindina að skoða þar...... dísús.. og aldrei er nú neitt í þessu blessaða sjónvari sem nokkrum manni er bjóðandi....
já é held svei mér þá að það að verða óléttur sé þunglydis próf og ef þú stenst það sértu hetja ea einhvað...svona grínlaust.. eina sem maður gerir er að hanga heima í tölvunni að skoða alltaf það sama, horfa á sápuoperurnar í sjónvarpinu eða liggja uppi í rúmi að sofa....

En það eru bara nokkrir dagar eftir...eða nokkrir og ekki nokkrir....24 dagar í settan fæðingardag... það er nottla frekar stutt, e svona aðgerðarleysi fær mann til þess að hugsa um ekki neitt nema fæðingardaginn og auðvitað gerir það biina muuuuuuuuuuuuun lengri.. þannig að ég er svona að reyna að ýta þeim hugsunum í burtu svo þetta líði kanski örlítið hraðar....þá fer maður að hafa nóg að gera a.m.k. vakna endalaust oft með barninu, sinna því og þessháttar.. þá getur maður líka farið út að labba með barnið..þá ertu í rauninni ekki að fara í "tilgangslausa" göngutúra.. heheh já svona er þetta...... oft fer ég að pæla í þeim konum sem eru orðnar mjög veikar snemma á meðgöngunni, afnvel e slæma grindargliðnun eða einhvað og þurfa að hætta að vinna mjög snemma....guð hvað ég vorkenni þeim... ekki nema þær séu geðveikt góðar í að finna upp á einhverju sér til dundurs..... aldrei hefði ég meikað að hætta jafnvel á 20-30. viku.. ÚÚÚÚÚFFFFFFFFF.. þá væri ég dauð eða á geðdeild hehe...

En hún mútta mín er nú líka alltaf heima þannig að ef hún er að fara einhvað þá skrepp ég nú yfirleitt með henni.. svo þetta er örlítið skárra en að vera bara ein.. annars er hún í fullri vinnu þannig ség með þessa blessuðu kisur sínar :) hún er svo mikið að leita af kisum á netinuog skoða síður og svona þannig a hún er nú bara sjálf alltaf í tölvunni.... en maður hefur þó samt einhvern smá félagsskap, og er ekki alveg einn....

en ég er að fara í mat til tengó eftir smá.. þannig a það er best að fara að drífa sig í því að klða sig og svona... ekki ætla ég til þeirra eins og mesta svefnburka í náttfötum eða eikka...

þangað til næst


bið, bið og en meiri bið

Jæja þá er maður komin í fæðigarorlof og þá tekur ekkert annað við en undirbúningurinn og biðin endalausa.. nú er ég búin að vera i orlofinu í 5 daga og ég held að það sé allt tilbúið nema litla stelpan mín,þannig að nú er bara biðin eftir...og það er erfiðasti parturinn af öllu ferlinu.

Ég var svo dugleg í vikunni að ég þvoði allann þvottinn (barnafötin) og straujaði það svo allt og setti í plast og aftur ofan í skúffu.. núna i dag þá breytti ég öllu herbergiu...þá meina ég að snúa öllu við og bæta við einhverju dóti sem að Helgi minn var að koma með heiman frá sér...þannig að nú er hann eiginlega bara alveg fluttur..... og allt tilbúið fyrir snúlluna.....

Æji það var svo sætt í gær þá vorum við Helgi að tala saman um næstkomandi mánuð og hann var að lýsa spenunni yfir því að verða pabbi...og það var svo sætt... svo í dag vorum við að fara með barnavagninn niður í hjólageymslu og þá datt upp úr honum ; ohh hvað mig hlakkar mikið til að fá litlu prinsessuna og getað farið að súllast með hana.... æji þetta er svo skrítið að heyra svona ungan strák segja þetta

en já svo er mæðraskoðunin á morgun og hlakka til að sjá hvað hún segir við mig... aðeins 4 vikur eftir á morgun:) þetta fer allt saman að koma....

jæjja...ég ætla að klára herbergið mitt og gera það tipp topp svo manni líði vel þar inni

þangað til næst.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband