humm... rosalega langt síðan síðast :S

Ég vil byrja á að óska öllum Gleðilegs Nýs Árs 

Já ég verð nú bara að segja það eð ég er sko ekkert að standa mig í þessum blogg heim!!! en ég hef svona smá .... allavegana oggu poggu afsökun þar sem ég er ekkert búin að vera með netið í smá tíma.. en fram að því hef ég enga afsökun en..... nú er ég sko með netið :D:D:D

En allaveganna að þá vissu nú allir sem þekkja mig einhvað eða hafa einhvað kíkt á bloggið mitt, í þau skipti sem mér hefur dottið í hug að blogga hehe að ég hafi flutt ásamt fjölskyldunni til keflavíkur, og höfum við búið hérna síðan í byrjun ágúst og bara líkað það vel.
Alexandra á leikskóla og er bara rosalega ánægð þar og hlakkar alltaf til þess að fara í skólann um morguninn þegar hún vaknar og svona.

Svo kom það bara upp í nóvember að við segjum íbúðinni og svona vegna ýmislegra mála og þar á meðal að leigan er bara dýr miða við það sem er að ganga hér í keflavík.Við Helgi áttum mjög erfiðann tíma þarna og allt stefndi á versta veg hjá okkur í hjónabandinu, en unum okkur úr þeim erfiðleikum en ákváðum samt að standa bara við okkar uppsögn.
Mamma og pabbi búa líka hérna í keflavík og þau sem legja þeim áttu heima á hæðinni fyrir ofan þau og fluttu þaðan, og við fáum íbúðina þangað til að þau missa hana, þar sem hún er á erlendum lánum og eins og staðan er í dag að þá eru allt of margir að missa hlutina úr höndunum, og því miður þá er það að gerast fyrir þau, nema hvaðað jú við gerum leigusamning og allt þannig að við höfum einhvern rétt þegar að því kemur að bankinn hirðir íbúðina.

Og semsagt þetta fól er svo æðislegt að við fáum að vera hérna bara eð því að borga hitann og rafmagnið. svo við erum búin að vea að standa í flutningum á milli og erum bara búin að koma okkur rosalega vel fyrir hérna þó það sé nú alveg heill hellingur sem á eftir að gera ennþá.

Þetta er líka rosalega þæginlegt á þann hátt að ég er atvinnulaus og er ekkert að gera á daginn nema vera með prinsinum mínum... sem getur alveg verið helling, en já þá hef ég hana mömmu mína hérna fyrir neðan og get sótt mér félagsskap hvenar sem er :)

 

Æji já annars er bara allt þokkalegt að frétta héðan frá okkur.. Lexa litla er að uppgvöta svo mörg orð og stundum veit hún ekki einusinni hvað þau þýða :) æji það er svo sætt... svo er hú alveg farin að svara manni með þessum þvílíkt fyndu/m  orðum og settningum. eins og í dag bað ég hana um að koma hinumegin við stólinn og þá segir sú stutta : ó.. fyrirgefðu!! og með smá gelgju tón hahaha

en já þetta er æðislegt.. ég er bara að spá í að verða 10 barna móðir eða einhvað hehehe neinei kanski smá ýkt en já ég er alveg veik mig langar í annað..... en það kemur ekkert fyrr en litli gaur byrjar að labba og svona :) ég ætla nú ekki að vera með 2 handleggjabörn... !!

en ég held a eg sé orðin einhvað klikkuð að vaka svona.. ég er að spá í að fara bara að leggja mig svo ég verði kanski fersk svona einn morgun :$ :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband