Duglegur bloggari?

já það er nú kanski ekki alveg hægt að segja það að ég sé duglegasti bloggarinn,,, hehe en ég er þó að koma með 2. bloggið í mánuðinum haha

já þetta er svosem ekki neitt merkis helgi sem var að líða en við tókum því bara rólega heima þar sem jú liðið er að leggjast í veikindi !! jibbý en jújú þetta er víst bara part off prógrammet :)

Nú er farið að líða að því að hann Gabríel, litli bróðir minn er að verða pabbi :O:O voðalega er tíminn fljótur að líða.. en hún Rakel (barnsmóðir hans) fór í einhverja skoðun um daginn og þá sást það að barnið er sitjandi svo hún var send í vendingu en litla daman var sko ekkert á því að snúa sér :) hehe svo hún verður tekin með keisra í febrúar og hún heldur að það verði bara núna 2.2.09 en það kemur bara allt í ljós þegar nær dregur :)

Svo kom smá sjokk á heimilinu núna fyrir skömmu, en hún mamma mín vaknaði enn daginn bara með 20% sjón á öðru auga og einhvað ský, sem hún líkir við sandblásið gler því það sést bara ljós í gegn, en það er fyrir semsagt smá part af auganu. og hún fór í athugun með það hvað þetta gæti verið, og jú konan fékk blóðtappa í augnbotn, en sem betur fer þá var þetta kanski bara þar en ekki t.d. við hjartað eða heila eða einhvað. svo nú er hún komin á blóðþynnandi lyf og fór í frekari rannsóknir til þess að kanna statusinn á öðrum stöðum svo nú bara er beðið eftir því.

en annars er nú bara rólegt ástandði á okkur hérna á efri hæðunum 2 á Ásabrautinni

læt þetta bara duga í bili

 

---- Hannzla litla ofurmamma ----


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband