Færsluflokkur: Bloggar

Til hamingju Einar!!!

já hann Einar á ammili í dag....orðin 19 ára kallinn....
í gær þá vorum við Helgi í smá afmælis partýi hjá Einari í gær og það var bara hörku fjör þar á bæ..

Svo á hann Helgi afmæli eftir 22 daga og þá verður hann jú 19 ára líka:) ætli maður haldi nú ekki einhvað fyrir hann þar sem maður gleymir bóndadeginum... pfff þvílík eiginkona sem ég er. hehe

en já annars er nú bara allt fínt að frétta hérna.. Alexandra orðin svo dugleg .. veltur sér alveg sjálf á magann og á bakið.. æji það er svo sætt að horfa á hana...

en já.. ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili


Long time no see

Já það  er sko langt síðan að maður hefur bloggað hérna á síðuna...

en já það er nú svo sem ekki það mikið að frétta frá okkur litlu fjölskyldunni.

Litla systir mín hún Elísabet Ýr var 14 ára þann 11 janúr sl. Til hamingju með það skvís.. já þetta er sko fljótt að líða... ég man nú bara eftir því enn þann dag í þag þegar hún fæddist...þetta er svo skrítið..

elísabet1***hérna er skvísan..***

Svo er hann Helgi Steinar búinn að vera með einhvern flensu skít, hita og kvef og einhvað í hálsinum.. vinandi að það fari nú að lagast..
og svo er það litla prinsesssan mín.. hún er orðin svo dugleg og stækkar svo fljótt.. í dag néri hún sér alveg sjálf á magan en hún hefur bara getað velt sér á bakið og til hliðar en í dag náði hún þói alla leið og það á magan. æj ég er svo stolt af henni.
svo í gær prufaði ég að stappa fyrir hana banana og henni þótti það nú ekki slæmt.. blandaði því svo við grautinn hennar og hún borðaði af bestu list..

að far í bað***og litla pæjjan að fara í bað***

Síðan ætlum við að skreppa til spánar í sumar.. sennilega í júní.. en við Alexandra ætlum að gefa Helga það í jólagjöf og afmælisgjöf.
okkur er nú farið að hlakka svolítið mikið til þess, því ég hef jú aldrei farið til spánar.

en já annars er nú lítið annað að frétta í bili þó að langt sé frá síðustu færslu...
ég skellti svo myndum inn af litlu skví svona með

og svo er búið að setja inn myndir og svona á síðuna hjá henni   

www.barnaland.is/barn/42702

 

Alexandra að elda kalkún

 

 

 

***litla skvísan að elda kalkún fyrir áramótin***


Elsku Aníta...

elsku Aníta, kiddý og óskar......

ég vil byrja á því að segja ég samhryggist og hugur minn er allur hjá ykkur.
og svo elsku aníta mín... þú veist númerið mitt.. þú veist hvar égá heima...ég er alltaf til staðar fyrir þig.. mundu það ástin mín... ég stend með þér í gegnum súrt og sætt....WinkKissing

en fyrir ykkur hin sem lesið þetta og vitið ekkert hvað hafi gerst þá bættist við einn góður og yndislegur engill hjá guði í gær, 26.12.2006.
sá engill heitir Helgi Aðalsteinsson og var einn best maður sem ég hef þekkt.. einnig var hann einn besti tattoo listamaður okkar íslendinga.
Því miður þá áhvað guðinn okkar, að Helgi hafi gert það sem hann þurfti í lífinu og endurheimti hann tiol sín, og jú það er mikill missir fyrir okkur.Helgi skilur ó margt gott eftir sig, meðal annars er það yndisleg kona hún Kristín (kiddý),sonur han Óskar og Yndislega dóttir hans Aníta Tara og svo fjölmörg listaverk á líkömum okkar landsmanna.

Elsku Helgi... hvíldu í friði og vonandi er dvöl þín hjá guði betri en síðustu mánuðir..

 Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

En þá að jólunum...  já nú er ég búin að fá yfir mig nóg af matarbioðunum :)
við vorum á aðfangadag hjá mömmu.. jóladag hjá ömmu og afa og svo seinna um kvöldið hjá ömmu hans Helga í smá heimsókn og enduðum svo hjá tengdó. svo í dag annan í jólum þá hélt amma og afi hans helga matarboð heima hjá tengdó og við vorum jú þar......

en þetta er sko ekki búið..ó nei.. á gamlárs verðum við hjá tengdó og svo á nýárs hjá múttu...
dísús kræst þessi jól... maður nær sko ekki að fitna einusinni í friði þar sem við erum svo mikið að flakka á milli að við brennum þessu jafn óðumGrin

æji já.. hún dóttir mín ætlaði að taka úpp á einhverjum töktum núna fyrir stuttu og það er að vera mannafæla.. ég held að ég sé að ná tökum á því.

en já.. nóg af bulli í bili..

ég ætla bara að óska ykkur gleðilegra jóla


góður dagur

c_documents_and_settings_user_desktop_hanna_my_pictures_bru_kaup_og_skirn_img_0038.jpg

ég vil byrja á því að þakka fyrir frábærann og vel heppnaðan dag, þann 3.des.

já það gekk allt eins og í sögu.Ég varð 19., dóttir mín fékk nafn og ég oh Helgi giftum okkur...æji já..þetta er ógleymanlegt.

eftir veisluna fórum við í 3 nætur ferð í sumarbústað bara 3 saman og það var æðislega kósý.. æji bara að komast í rólegheit og slappa aðeins af. síðan erum við núna bara að fara á fullt í að safna því við stefnum á að kaupa okkur hús og reyna að ganga frá því fyrir sumarið 2008. en við ákváðum þetta svona skyndilega vegna þess að við fengum í brúðargjöf smá start upp í íbúð frá tengdaforeldum mínum þannig að þetta ýtti svolítið við okkur..

en það sem við fengum í brúðargjöf var:

  • þvottarvél
  • 12kamparvíns lös,12rauðvínsglös og 12 hvítvínsglös
  • brauðgrill
  • hrærivél
  • kaffivél,brauðrist og hitaketill f/rafmagn
  • hnífapara taska með öllu nema brauðhnífum (fyrir12manns)
  • 12 brauðhnífa
  • steikar hnífapöf f/6
  • steikar hníf og gaffal
  • disk sem er skipt í 3 parta +gaffla og skeið í það
  • sallat klemmu (gaffall og skeið)
  • 2 bjórglös sem eru safn glös
  • lampa
  • mynd
  • styttu
  • 500.000 kr upp í íbúð
  • sósuskál með sprittketastjaka undir til að halda heitu
  • panna/pottur með gashitara undir til að halda heitu
  • rúmföt
  • einhvað heimilistæki sem við fáum þegar við flytjum út sem okkur vantar( ískáp eða einhvað svoliðis)
  • gjafabréf í tékk-kristal upp á 23000 kr

og ég held aðþá sé það komið..

þannig að já... við eigum núna alveg slatta af allskonar dóti.... og þá er það bara að fá sér íbúð :)

en ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili

 


Fleiri myndir

ammili á morgun

úúúúúúúúúú........ ég verð 19 ára á morgun Wizard

og það er ekki nóg með það heldur fara jólin að koma eða eftir 22 dagaW00t og þetta er ekki búið.. neinei.. heldur gefum við dóttur okkar fallega nafnið sitt á morgun likaKissingoooooooog við Helgi erum líka að fara að giftaa okkur InLove

já..þetta er sko STÓR dagur hjá okkur á morgun.... Afmælisdgur sem aldrei gleymist....

ég fékk úlpu og myndavél í afmælisgjöf frá honum Helga mínum.úlpuna fékk ég í gær en úlpuna fékk ég rétt áður en Alexandra fæddist.Smile

já síðan ætlum við að skrepa 3 í sumarbústað eftir veisluna og vera þangað til á miðvikudaginn... ohhh. það verður nice... bara í rólegheitunum og fara í pottinn og svona þæginleg heit.... ohh það verður gott... svo tekur bara alvara lófsins við eftir það...vinna hjá helga og blyjuskiptin hjá mér hehehe....Happy

en jæja... nú ætla ég að fara að gera einhvað gagn...

sjáumst á morgun og þið hin.. heyrumst eftir helgi Kissing


gæsa og steggja partýið mikla

c_documents_and_settings_user_desktop_hanna_my_pictures_gaes_og_steggur_img_0001.jpg

já... það er nú þannig að þegar maður giftir sig þá ervíst einhvað svona gæsa og steggja bull... jújú og ekki sluppum við, við það.... nei svo aldeilis ekki... þetta var nú heldur skrautlegt.

ég var klædd upp í föt af Áslaugu ömmu hans Helga, og hann var kl´æddur upp í föt af mér og svo vorum við máluð  og degin niður í bæ.

já þetta var svo skrautlegt. en ég henti inn myndum af kvöldinu í eitt albúm hérna.. endilega kíkið á það


19 dagar til stefnu

jæja nú er ég sko með fullt af fréttum!!

í fyrstalagi þá hringdi Vikka í mig um daginn og sagði mér það að hún væri ólett.. hún fór í skoðun í gær og er komin 7 vikur og 1 dag í dag. já og ekki nóg m,eð það þá er hún María líka ólett og er komin rúmar 8 vikur.. úff.. það er farið að fjölga í kring um mann...

síðan er það blessuð skírnin og brúðkaupið.
það eru bara 19 dagar í það og ég er að fara á taugum.. mamma var úti í hollandi í 8 daga og kom heim í fyrradag þannig að nú get ég farið að rífa mig up úr leti lífinu og farið að hunskast til að gera einhvað.
eins og ég sagði síðast þá er þetta nú ekki alveg frítt... ég fékk kjólinn á 35000. og skó á 1000.. síðan fann ég loksins sal á 25000 og borga svo aukalega 1500 á tímann fyrir þjónustu stelpu..

síðan er svo margt eftir.. að kaupa í allar kökurnar því það er núna orðið fyrir valinu því salurinn er svo lítill að það er ekki hægt að koma fyrir matarveislu, og síðan að kaupa meira í gosið og síðan auðvitað kaffi ....

sæiðan á maður eftir að faraí greiðslu, en hún Rúrí frænka er tilbúin til þess að gera það í mig, og ég er rosalega ánægð með það. síðan eru neglur, en mamma gerir þær kanski þar sem hún er nú lærð í því eða þá að ég fer kanski til hennar Kollu sem kenndi mömmu. þetta á allt eftir að koma í ljós.

síðan á maður eftir að kaupa dúkana og renningana á borðin, serviettur, undirföt, einhvað að skreytingunum og svona ýmislegt. en já þetta er heljarinnar vinna og mæli ekki með því að svona ákvörðun sé tekin í flýti..eða eki beint flýti heldur með nánast engum fyrirvara. hehehe...

Helgi er alltaf að vinna, þannig að ég ereigilega bara að sjá um þetta. en við erum að fara að hitta prestinn núna 16.11 og síðan 1.12 og þá er hann í fríi.. en núna þarf ég að hætta til að sinna Alexöndru


meiri skírnin

c_documents_and_settings_user_my_documents_krakkarnir_ekki_henda_hanna_my_pictures_alexandra_8_2006_10_06_img_1253.jpg

já það er víst tími til kominn að blogga smá....

nú er rétt rúmur mánuður í það að við skírum litlu dömuna:) og ekki nóg með þaðþá ætlum vð víst að dempa okkur út í enn stærri pakka, eða fara í þaðað gifta okkur í leiðinni...
já þið lásuð rétt.. ég er að fara að gifta mig úfff......

við erum búin að fá dag og svona.. þannig að nú er vesenið það að fá sal sem er á hæfilegu verði og sem er jú laus þennan dag... þetta er brjálæði.. verðið á sal mmeð uppvöskunarstelpu er bara 50000kr tak fyrir! síðan er allur maturinn/kökurnar og jú gosið og kaffið. síðan brúðarkjóllin og það sem því fylgir og myndatakan auðvitað... þetta er ekki frítt... ó nei....

tengdó og Helgi vilja hafa pinna mat í veislunni en ég vil kökuveislu.... en nei...pinnamaturinn verður víst fyrir valinu held ég.... en ég fæ allavega kökur eftir það..þannig að ég get verið sátt með það.

ég fór í það að máta brúðarkjóla áðan og 3. kjóllin sem ég mátaði..varð fyrir valinu.. hann er ferlega flottur.eða mér finnst það allavegana. síðan keypti ég slör með og fékk í kaupæti sokkaband og hárband í Alexöndru og þetta kostaði 35000kr.

æj já.. ég veit eiginlega ekki.. ég er enn að melta þennan pinnamat.. æji veit kki hvað það er.. mér finnst að það ætti annaðhvort að vera matur eða kökur en ekki einhvað kjöt á pinna.. veit ekki..kanski bara ég...
og þar sem við höfum ekki efni á því aðhafa mat finnst mér að kökuveisla hefði bara verið fínt... en ég sæti mig við pinnana og kökur í eftir-rétt.

Æji ég vona að þetta verði nú ágætis dagur... ég er svolítið stressuð yfir þessu... ég hef einhverja leiðindar tilfinningu um þetta...kanski bara stress.. en ég er samt alveg 100%viss um að vilja gifta mig.. það er nú alls ekki það... svo er Helgi alltaf að vinna og ég get ekki fengið eins mikla hjálp þaðan, þannig að mér finnst ég þurfa að gera svolítið mikið og stressið er svo mikið og allt það... en þetta bjargast...

en jámm.. ég ætla að segja þetta bara gott í bili og það verður sennilega ekkert meira blogg á næstunni...þannig að bara vonandi verður þetta ágætis dagur eftir allt og allt gangi vel í undirbúningnum.

bæbæ í bili


Svona hitt og þetta

c_documents_and_settings_user_my_documents_krakkarnir_ekki_henda_hanna_my_pictures_alexandra_5_img_0930.jpg

Jámm og jæja.... dagurinn í dag, næstu dagar og fleira...
Í dag fórum við í skírnina hjá Elísu Dimmey, frænku Helga og Alexöndru og var það alveg ágætt... Ég er bara eins og ég er, feimin og svona þannig að ég var ekkert að blanda geði við fólkið, sat aðalega bara við borðið eða var hangandi utan í Helga Koss

En já, við klæddum Alexöndru í föin sem Inga Hanna gaf henni... æji hún var avo mikil prinsessa í þeim. Ég setti hana í kjól innan undir sem mamma og pabbi keyptu útá spáni sem er handgerður og síðan var hún í þessu sem Inga gerði og bara já.Það má segja að hún hafi fengið slatta af athygli í dag,litla prinsessan.

En svona annars er bara allt gott að frétta.Grindin hjá mér er einhvað að koma til.Þarf bara að slaka meira á og vera ekki svina mikið á flakki,og Alexandra er alltaf jafn vær og góð. Við höldumsat að það sé einhvað að angra hana í maganum, því hún er búin að vera svo mikið að kvarta en samt ekkert óróleg eða svona vælandi.Hún losar ekki nógu vel um loft eftir að hún er búin að drekka heldur frekar svoítið seint þannig að það gæti hjálpað að hún níað losa það, að hún verði ekki óróleg.Vonandi bara að það komi allt á endanum og við sleppum við maga kveisu.

Síðan var síðasta skiptið hjá ljósmóðurinni í dag.En hún kemurhingað daglega eða svona 8 sinnum efir að maður er búin að eiga til að hjálpa manni.Og af því að allt hefur gengið svo vel hjá okkur hefur hún bara þurft að koma 7 sinnum.Síðan tekur bara ungbarna eftirlitið við.

Svo höfum við verið að velta þessu fyrir okkur með skírnina hjá okkur.Ég var að stinga upp á því við Helga að skíra 3.des (1.í aðventu) á afmælisdaginn min.. en það er samt ennþá alveg óákveðið. En ég held að honum hafi ekkert litist neitt illa á það. En þetta kemur allt í ljós bara...

En ég held að ég láti þetta nægja í dag og ég setti svo inn mynd af Alexöndru hérna á bloggið , í fötunum sem hún var í, í dag .....

 


Yndislega prinsessan

Alexandra Nótt

Já eins og kanski flestir vita þá kom prinsessan mín í heiminn þann 15.09.06 kl 16:29. hún var 3660gr og 52cm algjört gull.þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig, bara alveg eins og í sögu.var sett af stað kl 12 því ég var komin með 4-5 í útvíkkun án allra verkja síðan um hálf 3 held ég,þá byrjuðu verkirnir og þá var ég líka komin með 7-8 í útvíkkun. síðan um 3 þá fer ég að fá rembinginn og hún fæddist 16:29 Brosandi
en hún er bara algjört æði. hún sefur mjög mikið rétt vaknar til að borða og svo sefur hún alla nóttina vaknar bara einusinni til að fá nýja bleyju og drekka.Meira getur maður ekki beðið um. hún er núna farin að byrja vaka aðeins meira eftir að hún er búin að drekka og svona og hún er alltaf að fá hrós frá ljósmóðurinni fyrir það hvað hún er dugleg og svona, þannig að hún er bara algjör draumur.
það er búið að ver pínulítið um gestagang núna þannig að maður er ekkert að nenna neinu því öll orka fer í það að taka á móti gestum og svona og síðan fórum við með hana til tengdó og þá komu slatti að skoða, þannig að núna þegar allt er farið að róast þá getur maður loksins nýtt þessa orku í að blogga og fleira.

en ég ætla að skella mynd af dömunni inn á bloggið og gera albúm handa henni hérna síðan bendi ég á síðuna hennar...og hætta svo að blogga í dag....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband