Færsluflokkur: Bloggar
Já það held ég nú....aðeins of langt síðan að ég bloggaði..
En allavega...síðan að ég bloggaði síðast þá hefur nú í sjálfusér ekki mikið gerst, þegar maður er alltaf heima og tilbreitingin lítil nema það að ég er búin að ráða mig í nýja vinnu, en ég byrja á Leikskóla núna 1 júní, sem heitir Foldakot og er bara í götunni þar sem éf bý í Logafoldinu...Mjög hentugt.. og annað sem er góður kostur er að ég get fengið Alexöndru inn á leikskólann núna í ágúst eða septamber í staðinn fyrir að hún fari ekki fyrr en 2ja ára... og mér finnst það gott að því leiti að hún verður kanski minna háð mér og fær að umgangast krakka og leika sér og svona....
Svo komst ég að því tvemur dögum eftir að ég skrifaði undir ráðningarsamninginn á leikskólanum að ég væri aftur ólétt..... og það var nú alveg smá sjokk svona.... en við ákváðum eftir nokkuð spjall um kosti og galla að fara út í þann stóra pakka að vera með 2 börn.... þannig að núna er bara markmiðið að vera farinn út fyrir áramót í okkar eigin íbúð í staðinn fyrir að fara í sumar. En þetta barn á að fæðast í byrjun janúar, eða eftir mínum útreikningum 3. janúar 2008. Og ég vil nú helst vera komin í mína eigin íbúð áður en það barn fæðist....er eiginlega búin að fá alveg nóg á því að búa inn á foreldrum/tengdaforeldrum...
Og ekki virðist þetta ætla að verða góða meðganga...a.m.k. ekki eins og þegar ég gekk með Alexöndru... ég er búin að vera með ogguboggu óggleði en samt ekkert ælt...og svo er ég svo skrítin í bakunu að ég er ekki frá því að ég fái grindagliðnun mjög snemma....en ég held að það sé út af því að grindinn hefur ekki fengið að jafna sig 100% áður en hún fer að gera sig til búna undir næsta barn...held að þetta sé út af því.....
Svo er hún Dóttir mín orðin 8 mánaða, en það var víst í dag.Ég fór allt í einu að hugsa út í þetta að það eru ekki nema 4 máuðir í það að hún verði eins árs..... þvílíkt og annað eins... tímin flýgur alveg fram hjá manni....Hún er orðin svo stór... svo er hún farin að segja mamma :):):) ennn...... aðeins þegar einhvað er að....ef hún er að gráta eða líður einhvað illa... adrei þegar hún er ánægð eða bara til að kala á mig hehehehe en hún segir allavegana mamma :):):) *sprina úr stolti af stelpunni*
En ég er að spá í að hafa það ekki mikið lengra í bili.... hehe.. og vonandi skrifa ég meira :S:S
Bloggar | 15.5.2007 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já mamma mín, ég skal hlíða þér og blogga hehee... ég er nú ekki sú duglegast við þetta.. en er þó með smá afsökun
Fyrst og fremst þá flutti ég upp í grafarvog til tengdó..jújú okey. tókum auðvitað tölvuna hans Helga og settum upp.. já og þá náði netið ekki niður í herbergi þannig að við ætluðum að kaupa speglara inn í herbergið sem speglar netinu til okkar,en það hefði ekki verið hægt fyrr en um mánaðarmót því svona tæki kostar 20þús. en svo föttuðum við það á sumardaginn fyrata að Helgi átti svona tæki.. oki.. við tengjum það og náum 100% nettengingu.. en auðvitað var þetta of gott til þess að vera satt... við erum með vírus í tölvunni sem blockar á netið.. og við höfum prófað hin og þessi vírusforrit til að eyða honum en ekkert virkar... þannig að afi hans Helga ætlar að reyna að redda þessu núna í vikunni !!!
En annars er svona allt gott að frétta frá okkur..Lexa mín er nottla bara duglegust, farin að vinka, skríða, setjast upp og svona.. er svo stolt af stelpunni minni.Síðan vorum við að flytja til tengdó, og loksins er ég að komast inn í þessa fjölskyldu.. ég er svo feimin að ég hef haldið mig svoa til hlés í rauninni en núna eftir að við fluttum er mér farið að líða mun betur þarna uppfrá, enda tími til kominn..
Við Helgi erum búin að vera saman núna 28.04.07. í 1 og 1/2 ár.. úff tíminn líður sko hratt.... Lexa að verða 8 mánaða núna 15.05 og svona.. það liggur við að maður þurfi að fara að íhuga að öðru barni svo það sé passlegt bil á milli barna.. ó mæ god.. en vonandi bara að tíminn fari að líða pínu hægar svo ég þurfi þess nú ekki strax.. hef alveg nóg með dekurdósina mína :)
Svo fengum við að heyra það í fyrradag þegar við vorum í mat hjá ömmu og afa hans Helga að tölfræðilega séð, þá gætum við orðið amma og afi eftir 15ár og uppúr... mög svo hughreistani tilhugsun eða þannig.... nú skil ég nákvæmlega hvað mamma átti við þega ég var farið að langa í barn, og það þvílíkt ung hehehehe en nei auðvitað skildi ég hana ekki þá.. hún var bara skilningslaus og vanþakklát móðir sem kunni ekki að meta börn. hahahaha já.. maður var yngri og fáfróðri(fáfróaðri)
Svo er maður jú auðvitað alveg á fullu að skoða blöðin og mað hausinn á bólakafi ofan í fasteignar auglýsingunum... það er svo svakalega mikið úrval en sumt svo svakalega dýrt... en við erum held ég með markmiðið22millj. og minna... held það.. en það er samt aleg ótúlega mikið úrval miða við það sem ég bjóst við.. það er ekkert svo svakalega hátt verðir á öllum stöðum.. fáránlegt alveg.. skil ekkert í þessum ruglubullu greiðslumati eða neitt... lveg klúess...
en já..ég fer að fá krampa í puttanna þar sem ég er búin að blogga fyrir Lexu heilann hellng og svo hér alveg dágóðann slatt líka.. svo ég læt þetta nú bara nægja í bili :)
Með kveðju um Gleðilegt Sumar allir saman!!!!!!
Bloggar | 23.4.2007 | 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já ég er nú ekki alveg búin að vera sú duglegasta í því að skrifa hérna :S skamm ég,en það er bara svo lítið að frétta... mér finnst ekkert spennandi að lesa um ekkert þannig að þegar ég hef ekkert að segja þá skrifa ég ekki, svo aðrir þurfa ekki að lesa um ekkert hjá mér
En allavega þá erum við Alexandra bara orðnar veikar ...og mamma er líka einhvað að byrja... ætli við séum ekki bara komnar með kattarofnæmi eða einhvað jú svo gætum við líka prufað að hætta að reykja og ath hvort það skáni einhvað....
en já svona er þetta....svo er hún Alexandra komin með sína fyrstu tönn .. úúúú það er so gaman..ég er búin að bíða eftir því síðan hún fæddist hehehe..
og já á meðan ég man Kristinn Gísli, til hamingju með 18 ára afmælið þitt í dag!!
en já ég hef nú ekki mikið meira að segja í bili svo ég ætla bara að hætta þessu....
P.S.ég er búin að vera duglegri við það að setja inn myndir og blogg hjá Alexöndru.. þannig að þið kíkið baa þangað ef ykkur vantar að vita einhvað og ég hef ekki bloggað lengi...
Bloggar | 31.3.2007 | 10:36 (breytt kl. 10:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ohh ég er orðin svo óþolionmóð að það er ekki einusinni fyndið..... við Helgi erum að spá í íbúðumog svona og erum svoa með draum um að flytja fyrir áramót eða rétt eftir áramót...en ég er bara of óolinmóð...langar núna...
En ég þarf að vera búin að vinna í 3 mánuði til þess að geta farið í greiðslumat og ég er nottla í 50% fæðingarorlofi og á þ.a.l. alveg að geta unnið 50% en ég er að fara út og efast um að fólk ráði mig með því að þurfa frí frá 19.7-4.8....... ég svona hef ekki mikla trú á því...
en ef ég byrja kanski í ágúst þegar orlofið er búið... þá fá þeir launaseðla frá ágúst sept og okt og þá gætum við farið í nóv í greiðslumatið og svo bara alt í lagi...þannig að þaðp ætti alveg að ganga...en það er bara soooo langt þangað til...
en já...annars er bara allt gott að frétta...Alexandra bara í góðu standi...við fórum út að skemmta okkur við Helgi á laugardaginn og það var bara nokkuð gaman.. fórum á supermannball á trix í kefl. og hann Helgi var nú svolítið fullur þegar við fórum heim um morguninn hhehehe.. en ég var nú bara nokkuð róleg....Við fórum með Vikku og jónatan,Jónu og Palla, en það eru mynir af ballinu a www.supermann.is
en já... það gerist svosem ekki mikið þannig að það er nú lítið að segja frá...en ég reyni að vera duglegri við að skrifa og svona
en ég kveð a.m.k. í bili
Bloggar | 5.3.2007 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg er það merkilegt að maður geti ekki einusinni skrifað á sitt eigið blogg nákvæmlega það sem manni finnst eða það sem er nákvæmlega í gangi í það og það skipti hvernig skapið manns er og annað án þess að það fari í einhvern og það sé gertmál út af því..
en ástæðan fyrir því að ég læsti blogginu mínu er sú að ég var einhverntíman svo pirruð bæði á því að þurfa að standa uppi nánast ein í því að sjá um stelpuna...ég endurtek Nánast!!! nema þegar ég bæði um um einhverja hjálp... en svona er þetta bara...
jámm... annars hef ég nú lítið að segja svosem... ég er aðalega bara heima og jú er byrjuð í ræktinni fyrir viku síðan og búin að missa 1 og hálft kíló...svaka dugleg :)
en já ég mamma og Elísabet erum í þessu saman, og eru þær nú ekkert síðri....
Alexandra fékk sprautu í fyrradag og er búinað ver meiraog minni pirruð síðan greyjið, og ég hef nú ekki alveg verið sú þolinmóðasta við hana.. æj jáég verð að vera meira þolinmóð...
svo er ég svo reið út í sjálfa mig að ég er bara..úff...ég get aldrei, ALDREI!!!!! fyrirgefið sjálfri mér það að í fyrradag vakna ég upp við það skelfilegasta sem næstum því gat komið fyrir... ég vaknaði við það að hún Alexandra dettur út úr rúminu mínu og á gólfið.. úfff!!!! ef ég væri með einhverskonar hjartagalla, hvort sem það væri vægur eða ekki þá væri ég dauð úr hjartaáfalli....
en þetta er víst ekki aftur tekið en þetta mu ég passa í framtíðinni og þetta fær ekki að gerast aftur!!!
já annars er það nú voðalega lítið annað sem ég get sagt nema það að það var svaka drama í X-facktor hahahahahah Palli grenjaði smá og Kynnirinn og svo Einar Bárðar af öllum jáhh.. allt getur gerst og það í beinni..
já.. nú ætla ég að hætta þessu rugli
Bloggar | 2.3.2007 | 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með afmælið elsku ástin mín...loksins orðin 19 ára!!!!!!!!!!!!!!!!
hér koma svo nokkrar myndir af prinsinum mínum.... Hope you don't care
byrjum frá því hann var yngri..geðveikur töffari.....
...yfir í það að vera venjulegur vandræðagemmsi...
...þar til hann endaði sem kanínu stelpa og fór úr því í....
....að verða strippari .......
en innst við beinið er hann meinlaus strákur....
já ástin mín... enn og aftur
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT ÁSTIN MÍN
Þínar yndislegu mæðgur Hanna Björg og Alexandra Nótt
Bloggar | 12.2.2007 | 00:08 (breytt kl. 00:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já við Alexandra fórum í fyrsta tímann okkar í dag... Og henni þótti það nú bara þokkalega gaman. Það voru um 10 börn eða einhvað og hún varð svona hálf hissa fyrst á öllum börnunum en svo skipti hún sér nú lítið af þeim.. Lék sér bara við öndina og svona..
Svo í endanum á tímanum þá áttu allir krakkarni að hittast og það var lítil stelpa vinstra megin og lítill srákur hægra meginn.. Og hún ætlaði að tæta þau í sig eða einhvað....Ég varð hálf smeik um að hún myndi meiða þau, því hún er orðin svo mikill fantur þessi elska.
Við Helgi erum að stefna að því að kíkja á djammið í kvöld, svona í tilefni þess að hann á afmæli á mánudaginn... Þannig að það gæti orðið soldið gaman í kveld... Nema það að það sé bannað að reykja þar sem við erum hætt og ég að fara á djammið....Ég reyki án gríns þrefalt meira en venjulega þegar ég er að drekka (1pk á dag...annars 3......)
Úfffffffffffffff...... Hard time to night.
Annars er bara svona allt þokkalegt í fréttum og svona... voðalítið að gerast,og það þarf bara að gerast miklu meira...ætlum að kíkja kanski til Evu Björg og Zaldy í dag eða á morgun.... svona sjá aðeins til með það.... og svo gerir maður nú kenski einhvað meira...
en allavega...þá ætla ég að láta þetta nægja í bili
Bloggar | 10.2.2007 | 12:05 (breytt kl. 12:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hvers í ósköponum fara karlmenn í fæðingarorlof?!?!?!
Ég er a.m.k. búin að sjá það út að kallinn minn hefði í raun ekki þurft nema kanski 3 vikur eða einhvað....þá allt í allt.......
Það mætti halda það að þeir litu á þetta sem frí.!! ohh ég gæti orðið geðveik stundum.....
svo er ég nottla geðveik í skapinu út af nikotín leysis...og ekki hjálpar það mér í augnablikinu...
Mamma var að biðja mig um að koma með sér í orkuverið á 6 vikna námskeið, sem sagt að mæta 3 sinnum í viku og það eru mælingar og svo fáum við vatnsbrúsa bol og matardagbók, og svo meigum við koma á hverjum degi upp í orkuver á brettin og svona og þetta er allt inni í verðinu ig kostar 15000 fyrir 2... semsagt 7500 á mann.. og þetta er á mánud. miðvikud. og laugad. en það er ekki séns fyrir Helga að fara með stelpuna í ungbarnasund á laugardögum... svo ætli mapur komist þá nokkuð ...
Og ég er nottla mest pirruð í skapinu og það fer allt í taugarnar á mér og pirrurnar á mér núna þessa daga.. það hefði verið annað ef við hefðum ekki efni á því að ég færi í þetta en nei.. hann getur ekki farið með hana í sundið.. ég gat sko bara gleymt því... hann gerir nú eiginlega bara aldrei neitt sem snýst um stelpuna.... jú þegar fjölsk. hans heyrir og sér til.. annars er það bara ég og hann getur ekki einusinni farið með hana í sund í 40 mín. einusinni í viku, og það 6 sinnum....!!
ekki mikið sem beðið er um... en já svona er þetta víst bara.......duglegir fyrst og svo bara hverfa þeir... en já þetta er vístbara skiptin er það ekki.. konan með börnin og pabbinn í vinnu...
en annars á Helgi afmæli bráðum....eða 12.2.06. og ég veit eiginlega ekki hvað mahr ætti að gera fyrir hann þá.... er alveg hugmynda snauð....
en já ég ætla að fara að sinna litla ösurapanum :) heheheh
kveðja í bili..
Bloggar | 7.2.2007 | 15:31 (breytt kl. 15:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með afmælið Elsku Viktoría mín....
Í dag er skvísan 20 ára....wúúhúúúú....sem sagt alveg 100% fullorðin.. kemst kvert sem er, hvenar sem er og meira að segja í ríkið....
svo er sagt að það sé holt að hætta að reykja.. en gvuð minn góður.... ef mahr er svona alltaf, sem eftir er...þá er þetta ekki holt... svitaköstin, eirðaleysið og jú fíkin og svo kemur upp svona nammi hungur...og síðast en ekki síst...helvítis skapvonskan.pffffþá verður mahr semsagt hringlóttur, sveittur ógeðslegur lóner sem er alveg bandvitlaus í skapinu...bara við það að hætta að reykja... svo er sagt að þetta sé holt!!! og alls ekki heillandi... minnir kanski einna helst á feitan skúnk eða einhvað....
Bloggar | 6.2.2007 | 17:42 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búin að vera með það í hausnum í einhverja daga að klippa mig aftur stutt... og hvað geri ég.. jú auðvitað klippi ég mig stutt og ekki nóg með það að þá gerði ég það bara sjálf og heppnaðist barasta nokkuð vel helld ég..
þannig að nú er ég enn og aftur stutthærð. Svo auðvitað gat ég nú ekki hætt.. svo Helgi fór og keypti dökkann háralit..og ekki var það nóg.. heldur keyptum við rauðann til að setja í strípur.. hehehehe já.. við náðum nú samt að klúðra þessu saman í einhvað sem lítur þokkalega út bara...
Svo pöntuðum við spánarferðina í dag.. svo það er ákveðið... við förum héðan 19.07.07 og verðum til 02.08.07...þ.e.a.s. ef ég kem þá með aftur heim....
en já... ég ætla bara að henda mér fyrir framan tv og horfa á "forever young"
Góða nótt @->-- Hannzla --<-@
Bloggar | 1.2.2007 | 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar