Færsluflokkur: Bloggar
Já það er það eina sem mér dettur í hug þegar ég heyri minnst á fasteignir eða hugsa um það!!Það virðist eins og við Helgi séum ekki orðin nógu fullorðin og ábyrg að geta tekið stórar ákvarðanir um líf okkar og framtíð fyrir okkur og börnin..Það virðist sem allir aðrir séu vitrari og ábyrari til þess að taka svona ákvörðun....og það fyrir okkur.En jú það er bara að bætast við á listann sem eru á móti þessu sem við ákváðum og mórallinn yfir þessu eykst bara ef einhvað er. Svo við erum bara á því að sleppa þessari íbúð og halda áfram að bíða eftir þeirri Einu réttu að einhverra annarra mati hvort sem það er náskylt eða fjær í burtu! En það sem okkur fannst við þessa íbúð var alveg helling sem var að vega á móti hinu slæma!Ég ætla að setja upp kostina og gallana sem ég sé við þetta og svo leyfa ykkur að dæma bara um það hvort ég sé að þessu bara til að komast sem fyrst eða hvort ég sé að hugsa um fjölskylduna mín og framtíð!
Kostir
- Lánið (hagstæðir vextir,og ekkert bil að brúa þar sem eignin fæst á yfirtöku lána)
- Afborganirnar (við ráðum við afborganirnar)
- Herbergjafjöldinn (næg herbergi handa öllum fjölskyldumeðlimum)
- Stærðin (framtíðar eign sem þarf ekki að huga að flutingum)
- Öryggi (að því leiti að þurfa ekki að flytja strax hef sjalf flutt mikið og vil börnunum mínum það ekki þar sem mér fanst þetta hafa áhrifa á mina líðan hvort sem það var lagt í burtu eða stutt)
- Gluggarnir (móða á milli glerja og 3 gluggar sem eru með öðru glerinu brotið þarf að gera við í framtíðinni meira útlitslega séð en nauðsynd að skipta um móðugluggana)
- Pípulagnirnar (eru upprunalegar og þyrfti að mynda en talaði við pípara og hann vill meina það að þær þurfi ekki að vera skemmdar)
- Viðbyggingin (er úr vatnsheldum við og klætt með járni sem er farið að riðga og þyfti að bárujárnklæða í sumar)
En já ég er bara að komast á þaá skoðun að láta þetta í hendurnar á einhverjum öðrum að finna íbúð sem hentar minni fjölskldu, og svo sjáum við bara til hvort við tráðum við afborganirnar og að gefa börnunum mínum að borða og kaupa handa þeim föt þegar þau stækka upp úr sínum og veita þeim leæknisaðstoð ef að á því þarf að halda og tennlæknaþjónustu þegar þau byrja þar og svona má lengi telja! Ef að þið finnið fullkomið hús sem ég ræð við og ræð við þetta, þá er ég til!
En ég ætla að skipta mér sem minnst af þessu því það hefur hvort sem er engine áhrif og leyfa hinum að hafa heiðurinn af því að taka akvarðanir fyrir mig J
En það eru engine leiðindi frá mér þar sem þetta er bara orðið min skoðun í dag.. og enginn sértakur eða sérstök se meg era ð tala um því það bætist alltaf fleiri við í hópinn, sem að er á móti þessu húsi. Svo að þetta er alfarið mitt alit og ekkert annað
Bloggar | 13.11.2007 | 14:25 (breytt kl. 14:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jæja loksins erum við komin á þetta með húsnæðismálin...
við vorum semsagt búin að ákveða það að fara í 3ja herb. 86 fm íbúð sem er í byggingu í inri njarðvik.. en það er á hold núna, þar sem við vorum að skoða eina íbúð núna í vikunni inni í keflavík.. sem er reyndar síðan 1939 og þarfnast smá viðhalds með tímanum... það er svona sitt lítið af hverju sem þarf að gera eins og að skipta um glugga á efri hæðinni því þeir eru með móðu á milli glerja og annað glerið brotið í sumum og svona en það er samt ekkert sem að liggur á.. hægt að gera þetta bara hægt og rólega... svo þarf að gera svoa sitt lítið af hverju svona dúlleríis vinu sem að við gerum að hæuta til áður en við myndum flytja eins og að mála og svona... Hún er á 2. og 3. hæð í tvibýlishúsi miðsvæðis í keflavík, stutt í alla þjónustu og svona. hún er 4.herbergja með bílskúr er hún 135 fm. en bílskúlinn er 28.1 fm.
Þannig að við hjónin ákváðum að taka hana þar sem hún fæst á yfirtöku lána +kostnaði sem er alls ekki mikið og léttari afborganir heldur en af þeirri nýju. Lánið er á 4.15 % vöxtum en þar sem bankar eru byrjaðir að banna yfirtöku erum við að reyna að keyra þetta hratt i gegn áður en bankinn sem er með þetta lán ákveður að stoppa þetta líka.. svo við krissum bara alla putt og tær um að það náist... Svo býr enginn í íbúðinni þannig að vð ættum að geta fengið afhet fljótlega við kaupmálan og á verður farið að vinna í íbúðinni það sem þarf að gera og svo bara flutt inn..
Þannig að við gætum jafnvel, ef við erum heppin, náð því að vera buin að koma okkur fyrir 100 áður en barið fæðist og nokkuð vel jafnvel fyrir jólin..
Já hún Ég er orðin svo stór stelpa að nú er kominn tími á að fljúa úr hreiðrinu....þó það verði skít erfitt að fara svona allt í einu og að þurfa að sjá um mitt heimili og standa á eigin fótum, þó það verði ábyggilega líka ákveðið frelsi og skemmtilegt verkeni að takast á við. En okkur er farið að hlakka til og kviða fyrir þessu.. bara eins og gengur og gerist
Annars er allt voðalega rólegt af okkur famelíunni að frétta... Alexandra er að verða frísk og ég orðin nokkuð hress... en það er ekkert sem að kvarta má yfir,
og svo er Alexandra alltaf bara að prófa okkur í því hversu langt hun getur gengið og VÁÁÁÁÁ.... hú er þrjósk og getur verið alveg afskaplega erfið... en aftur á móti getur hún líka verið algjör andstæða og þá er hún svo still og góð og svo þvilíkt ljúf og góð.. ótrúlegt hvernig skapið mannskepnunni er.. ekkert smá flókin dýr finnst mér.. en allavega.. ég ætla að hætta þessu blaðri og fara a vekja dóttur mína svo hún sofni og skella henni í bað
c u l8r
Bloggar | 8.11.2007 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja.. við létum verða af því að flytja heim til mömmu og pabba í árbæinn aftur. En áætlunin var að koma í des ef við sæum ekki fram á það að íbúðarmálin myndu vera komin í góðann faveg og það væri smá tími í að við fengjum íbúð, og þá var það bara svona til að hafa félagsskap frá einhverjum á daginn og smá hjálp þar sem ég verð með 2 börn.
En íbúðarmálin eru nú bara að ganga þokkalega hérna hjá okkur.... við erum semsagt búin að finna íbúð sem okkur lýst mjög vel á og er hún í innri njarðvík. þetta er 3ja herbergja íbúð, 86 fm með þvottarhúsi inni í íbúðinni og sér ingangur. henni fylgir þvottavél, þurrkari, ískápur og uppþvottarvél.. svo ég þarf næstum þvíbara að mæta með fötin mín og buið :) hehehe neinei en allavega.. það er ekki búið að klára íbúðina svo hún verður ekki afhend fyrr en í júní-júlí.. og við festum okkur hana og eigum að hitta fasteignarsalan í næstu viku og þá gefum við loka svar þegar við höfum talað við hann....svo við tókum bara þá ákvörðun fyst það er ekkert á næstuni sem við komumst í hana og ástandið var orðið svona að flýta þetta af bara... og nú erum við semsagt aftur komin hingað í árbæinn...
En ananrs höfum við það bara fínt... Alexandra er reyndar enþá svona veik með í hálsinum og bullandi kvef, vonandi að það fari nú að lagast, og svo er ég en með einhvað í hálsinum og niður í lungu, en ég er nú ekki frá þvi að það sé farið að lagast aðeins....
Og nú stytist óðum í litla prinsinn okkar.. ég er að verða komin 30 vikur.. og þá eru aðeins 10 eftir :S úff svo fljótt að líða.. en ég verð þó að viðurkenna það að ég er orðin alveg ægirlega spennt að fá hann í heiminn að ég má ekki sjá myndir af nýfæddum börnum og þá er ég bara komin af stað næstum því.. ég er alveg veik... úff... ég hélt að maður væri ekki svona þegar maður ætti lítinn villing sem fer algjörlega eftir því sem HÚN vill og HANA langar....en ekki hvað við segjum að má og ekki má.. hehe en æji þetta er svo æðislegt... kanski er ég bara klikkuð..eða fædd til þess að vera mamma eða einhvað.. who knows ....
en talandi um að að styttist í litla kút.. hvað þá jolin ó mæ...... það er farið að sýna jóla auglýsingar, selja jólasmákökur og jóladót...skreyta með jóladóti í búðunum...hvað er í gangi..og ekki komin nóvember.. úfff... við íslendingar erum alltaf að verða klikkaðari og klikkaðari..... með hverri mínútuni sem líður.. en ekki það að ég er algjör jólahommi og elska jól og jóla-dót hvað sem það nú er... svo ég ætti kansk iekkert að vera að kvarta.. hahahaha
svo á morgun erum við Helgi búin að vera saman í 2 ár...ALLT OF FLJÓTT AÐ LÍÐA..... finnst það samt vera lengri tími sem við höfum verið saman en samt svo stutt síðan.. mjög flókið allt ...
en jæja.. ætla að hætta þessu bulli og koma mer í rúmið....
góða nótt elskurar
Bloggar | 28.10.2007 | 00:42 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja. það er nú orðið dálítið síða að maður bloggaði hérna..
Það er svo fátt sem gerist að það er svo lítið til þess að blogga um svo ég er löglega afsökuð!
hehehe en já nú liggjum við litla fjölskyldan í veikindum...öl á sama tíma.. en hvað það er æðislegt einhvað... en hu Alexandra mín er með í hálsinum og kvef og ég held að hún sé að byrja að fá hita... sama hér..hún náði svo sannarlega að smita mömmu sína.. en hann Helgi min fékk ælupestina í morgun.. svo það er Mjög gott ástan og endalaus hamingja hér á bæ..
Já nú er ég sko að blogga um heimilislífið og hef alveg fullan rétt á því þar sem ég er hluti af því og hef fullann rétt á því að blogga um þetta þar sem þetta ætti ekki að fara fyrir brjóstið á neinum þar sem engin nöfn eru nafngreind og engin veit um hvað ég er að tala.
Við höfum gert upp hug okkar í sambandi við jólin....loksins.. en það er buið að vera mikið umhugsunar efni þar sem það er svo erfitt að velja á milli... en svo höfum við ákveðið það að vera heima hjá mér...VIÐ ákváðum það en ekki bara ég, og það sem gerði upp hug okkar er þessi endalausa "hamingja" á heimilinu..
það er búið að vera svo mikill pirringur í gangi hérna og við viljum ekki láta skemma fleiri daga fyrir okkur á einhverj fíluskeiði og hvað þá jólunum...svo þetta er edaleg ákvörðun hér.
svo eru íbúðar málin sett í forgang hjá okkur Helga núna því jú við höfum fengið nægan skamt af ljotu orðbragði og fýlu og kærum okkur ekki um að ala barnið okkar sem er farið að apa orðin upp eftir manni, í svona talsmáta... langar ekkert sérstaklega að hún læri svona orð rétt rúmlega eins árs.
Ég bara skil ekki hvernig er hægt að lifa við svona mikla gremju í sér, ég væri búin að gefast upp á því að vera alltaf svona..að það líði varla sá klukkutími sem væri gleði án allra fýlu eða tuðs... þetta er alveg ótrúlegt... ekki það að ég sé einhvað að baktala eða tala illa um einhvern.. þar sem þessi síða er opin öllum og HVER sem er getur lesið þetta..þar á meðal allir í þessari fjölskyldu.
æji já ég veit ekki...auðvitað getur verið margt sem að orsakar þetta en það er víst að það er þá einhvað mikið..en ekki bara smá magakveisa eða vakna illa eða einhvað svoliðis álíka...
En nóg um það..ég bara varð að pústa smá þar sem ég er búin að þegja um þetta allt of lengi og má þakka guði fyrir það að hafa getað þagað..en ekki búin að springa því ef ég spring..á verður SPRENGING......ekki lítil.
en annars er ég bara rosa kat... Ég er svo stolt af dóttur minni hvað hún er farin að segja mikið og bara hvað hún er dugleg yfir höfuð.. í dag kom nýtt orð.... anani sem er banani og kom mér ekert rosalega á óvart þar sem hún elskar banana meira en allt.. en þetta var mest kruttað í heimi.. Regína (tengdamamma) var að koma heim úr búðinni og Alexandra að sjálfsögðu mætt í pokann og sér bananana og segir þetta og amma hennar gefur henni banana og segir banani og hún hermdi og sagði þetta bara nokkuð oft....
e jæja nóg um okur í bili.. við kaski bloggum nú með styttra millibili í framtíðinni en ekkert búast við einhverjum rithöfundi hérna.. er ekkert dugleg við þetta sama hvað ég reyni hehehehe
Bloggar | 22.10.2007 | 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
OHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH hvað mig langar í sól núna í heila viku eða svo...og mætti líka fara vel yfir 20°C :) hehehehehe en já mamma er nefninlega að fá gesti í dag sfrá Hollandi og verða þau hérna alveg í rúma viku og þá er ég í fríi í vinnunni á meðan því auðvitað passar mamma ekki þegar hún fær gesti.. það væri frekar fúlt gestanna vegna, svo ég er í fríi og væri alveg til í smá sólskin á meðan sko!!! hvað finnst ykkur??? er ekki komið nóg af rigningu og skýjuðu veðri í bili???
En allavega þá er allt gott að frétta héðan..nema það jú að snúlla litla er með einhverja kvefpest og það er jú ekkert rosa gott að vera svoliðis.svo eins og hún er að byrja að fá einhvað í hálsinn.. þannig að hún fær svolítinn hósta á nóttinni og svona..en fyrir utan það að þá er allt gott að frétta.. Hjá okkur í litlu fjölskyldunni...
Af stórfamelíunni þá er nú lítið annað í fréttum en það að hann pabbi klaufi slasaðist um borð (ekki í fyrsta sinn og alls ekki það síðasta) en hann semsagt fékk gilsinn í andlitið á ágætri ferð en fyrir ykkur sem vitið ekki hvað það er að þá er það einhver krókur sem er ágætlega stór og þungur.
En hann er semsagt tví brotin í kinnbeininu.. og svo flott mar og svona.. en við erum búin að sjá það út að að hann pabbi minn er með 9 líf eins og kötturinn..en þar sem hann er svo mikill klaufi að þá á hann því miður ekki nema þetta líf eftir.. því jú nú skal ég segja ykkur það sem ég fann út..
1.dó og var endurlífgaður (eftir rugl tímabilið)
2.dó og var endurlífgaður (eftir rugl tímabilið)
3.dettur á milli skips og bryggju (vinnuslys hefði getað þáið þar)
4.dettur á milli skips og bryggju ( enn og aftur vinnuslys sem hefði getað valdið láti)
5.dettur harkalega á bryggjunni og höfuðkúpubrotnar (hefði getað farið verr)
6.dettur niður af lyftaragafflinum í eftu stillingu (hefði getað lent á höfðinu og drepist)
7.flækist í einhverju á sjónum og rétt nær að losa sig(minnsta sem hefði gerst,..hendin af..mesta sem hefði gerst...drepist)
8. fær gilsinn í hausinn...munaði einhverjum cm að hann hefði drepið sig þar
svo teljiði nú.. ef hann á 9 líf ...hvað eru þá mörg eftir????
kallinn þarf að fara að passa sig
en já.. ég ætla að fara að hætta þessu rugli og fara að skemmta mér einhvað
hej hej
Bloggar | 11.10.2007 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff hvað hún dóttir mín getur tekið á!!
hún er svo mikill grallari að það er ekki fyndið...en hún er alltaf jafn yndisleg þrátt fyrir það! en ég er semsagt búin að vera með hana í dag og erum búnar að vera að dunda okkur við hitt og þetta svona og leika, en alltaf verður hún samt að ögra og prakkarast einhvað...þannig að núna í dag er eins og ég sé búin að vera með 9 börn! en samt bara hana dóttur mína!
Já svona er þetta þannig að hann Helgi minn var svo æðislegur að taka það að sér að tannbursta og svæfa.. svo ég fengi smá róleg heit í kvöld.
Annars er voðalega lítið búið að gerast og lítið að frétta.. ég ákvað það að fara ekki í 3-d sónarinn þar sem hún átti ekki tíma fyrr en ég væri komin um 30 vikur og mér finnst það of seint...þá er allt orðið svo þröngt og myndirnar óskýrar og ég tími ekki að borga 13þús fyrir óskýrar myndir...þannig að ég er hálf svekt yfir því að hafa ekki pantað fyrr svo ég hefði geta komist á góðum tíma. en það eru mín mistök!!!!
Ohhhhh já ég er einhvað svo þung þessa dagana..veit ekki hvað það gæti verið.. ég hef ekkert mætt í vinnuna alla þessa viku, vanlíðan og einhvað svoliðs að angra mig en ég veit ekki hvers vegna... jújú ég var slöpp á mánudagin og í grindinni í dag en alveg sama.... ég er til skammar að mæta svona illa.. ég bara hef eki höndlað það... hef ekkert nennt að gera neitt... finnst orðið bara mál að fara í bað!raka mig og vera snirtileg!!!svo er ég alltaf að kvíða meira og meira fyrir næsta ári, hvernig ég geti farið að því að ala upp 2 börn, stutt milli bil .. ég ekki nema ný orðin tvítug þegar að því kemur..ohhhh ég veit ekki....langar til að öskra eða grenja eða einhvað.. þoli ekki þegar ég fer út í einhvað svona....ohh ég veit ekki..hvað getur maður svosem gert :(
bý enn í foreldra húsum... æji ég veit ekki..... ég er að springa úr áhyggjum!! algjörlega... svo er hún Alexandra orðin svo frek og algjör þrjóskupúki.. mun hún skána, versna eða standa í stað þegar að nýja barnið kemur??? hverni á ég þá eftir að fara að?? verða þau bæði algjörir prakkarar og frekjur??Hvernig bregst hún við því að egnast lítin bróðir? verður hún afbrýðissöm? verður hún góða stóra systirin...tekur hún honum eða afneitar.. æji ég veit ekki.. þúst...það er svo mikið um spurningar sem enginn getur svarað!
Svo er nú samt alveg spenningur í að fá litla barnið mitt í heiminn.. alveg jafn mikill og þegar ég gekk með Alexöndru.. nýtt kyn nýtt barn.. fá að eiga 2 börn... á meðan aðrir geta ekki einusini eignast eitt.... svo sit ég hér og kvarta yfir áhyggjunum..
Ætti kanski bara að horfa á björtu hliðarnar og gera ekki mál úr þessu...þetta kemur þegar að það kemur og ég tekst á við þetta þá.... kanskí ég æti að hugsa bara svoliðis!
já ég ætla að hætta þessu buli hérna það er enginn sem nennir að lesa svona þunglyndi...
ætla njóta friðarins í kvöld bara
heyri í ykkur þegar ég verð skárri eða þarf að pústa einhvað
Bloggar | 4.10.2007 | 21:28 (breytt kl. 21:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ó mæ got.... Við Helgi höfum lifað í helvíti hvors annars í næstum 2 ár...en það er núna 28 október!!!! þetta er allt of fljótt að líða.. dísús.. að greyjið strákurinn hafi þolað svona skessu í 2 ár..æj úbbs..hann hefur enn möguleika á minna en 2 árum...en allavega...þetta er allt of fljótt að líða
Ég var að panta tíma í 3-D sónar áðan og hlakka mikið til þess að fá að vita hvaða dag ég get komið í sónarinn og séð litla strákinn minn....okkar.......
En þetta er alveg einstakt fyrirbæri að geta séð í gegn um alla fitu vatn húð og fleira og þá séð barnið sitt eins og það lítur ut... ussussussss.....en ég var nú reyndar búin að taka ákvörðun um að fara ekki en Helgi hefur auðvitað rétt á sínu líka og langaði svolítið mikið til þess að fara þannig að ég tók þá ákvörðun í dag, í sameiningu við hann um að skella okkur í þetta....enda bara ótrúleg lífs reynsla.....
en ég nenni þessu bulli ekki lengur.. ætla að gera einhvað að viti áður en ég fer og kúri með sófadýrinu mínu yfir einhverri mynd :)
Bloggar | 2.10.2007 | 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg er þetta týbist.....
í þau fáu skipti sem okkur langar að gera einhvað og fæaum pössun þá er annaðhvort ekkert að gera eða stelpan vill ekki sofna, og þegar hún sofnar að þá er klukkan orðin það,margt að ekkert hægt að gera!!!
Núna var tengdó til dæmis tilbúin að passa með því skilyrði að við myndum svæfa og við ætluðum svo að fara í heimsókn eða bíó eða einhvað, en nei... stelpan er búin að vera ýkt dugleg að fara að sofa..tekur 10 mín max að svæfa en hún auðvitað getur ekki sofnað í einhverja 2 tíma...nýtt rúm og nýtt herbergi,, þannig að núna er klukkan bara orðin það margt að maður gerir ekkert úr þessu....
það hefði verið minna mál að leyfa henni að vaka og fara svo að sofa hjá ömmu sinni því þá hefði hún verið það þreytt að hún hefði bara sofnað....en ég skil samt tengdó alveg því hún getur verið ýkt erfið í svefn hjá öðrum...en þetta er bara svo fúlt!!
Við gerum aldrei neitt saman orðið, svona við tvö því þetta endar alltaf svona eða þá að enginn nennir eða geur passað.....
hvernig er hægt að rækta sambadið á góðan hátt þegar maður getur ekki gert neitt saman, býr inná öðrum og getur lítð talað saman um hluti og svona.....
svo skilur enginn í mér hvaða asi þetta er að vilja fara í mína eigin íbúð!!!! ohh ég er svo fúlt og svekt að það er allt að hellast yfir mig núna...svo eru nottla hormónarnir komnir á fullt núna...þarf allt of lítið til!!
Ég fór allt í einu að pæla í þessu..hvað ég er miklu viðkvæmari á þessari meðgöngu en hinni..þetta fer svolítið í mig að það geti ekkert gerst eða einhvað sem mér sárnar þá verð ég bara svo viðkvæm að ég næstum grenja!!! ýkt mikið bögg..kann eki að vera svona! ehe
æji já.....svona er víst lífið.....maður fær jú ekki allt sem að mann langar í!!það er eitt sem er alveg á hreinu.
ætli það sé ekki bara fínt að vera nunna??'engar áhyggjur bara bænir dagin út og inn..enin mannleg samskipti þannig, því það fer svo mikill tími í bænir, engar áhyggjur af peingamálum því þú færð mat í klaustrinu og það nægjir...þær eru svo nægjusamar.... engin útgjöld í óþarfa hluti, lítið semj þarf til skemmtunar þar sem allt er svo takmarkað... æji já maður ætti kanski bara að gera það...skilja við kallinn,börnin og uheimin og giftast guði hahaha... það er kanski lausn á málinu.
já ég ætla að far að gera mig til í háttinn eða einhvað... það þarf víst að vakna með litla brjálaðingnu í fyrramálið :**
skemmtið ykkur í kveld
Bloggar | 28.9.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er nú orðið ansi langt síðan að maður bloggaði hérna!!!!
En ég hef ákveðið að reyna að taka mig á í þessum málum hérna!!gengur ekki lengur.. en ég vil taka það einnig fram að það sem kemur fram á þessu bloggi eru eingöngu mínar hugsanir og vangaveltingar, þannig að þetta er einskonar dagbók! svo ef ég er að tala um eionhvað hérna þá er það í raun fyrir mig og ykkur sem kjósið að lesa og það verður ekkert tekið út afþví að ykkur mislíkar það sem ég segji!..
Aðal ásæða þess að blogginu var lokað og úr því hætti ég svo að blogga var einfaldlega sú að það var smá afskitasemi um það hvað ég væri að blogga um og vildi að fæslan yrði fjalægð. svo ég ákvað að "stjórna" því hver myndi lesa :)
En það eru engin leiðindi út af þessu, fólk má hafa sínar skoðanir, rétt eins og ég og treysti ég þá einnig á það að mínar skoðanir séu einnig virtar ;) en nóg um það
Allt brjálað að gera hjá mér núna... annað barn á leiðinni....Lítill strákalingur, fullu í vinnunni.. þegar ég hef heilsu í hana, komin með grindarlos...mis góð eftir dögum og bara fullt að gera með litla Skæruliðann minn:D já hún er sko algjör skæruliði...tætir í allt sem hægt er að tæta í!!! og þá meina ég ALLT! hahaha og hún er líka í því að ögra manni alveg á fullu með það sem hún veit að er bannað og svona ýmislegt skemmtilegt.. en ótrúlegt en satt að þegar ég horfi svona til baka, þó það sé bara til gærdagsins að þá hef ég lúmst gaman að þessu.. auðvitað getur maður orðið pirraður og allt það en, þetta sýnir mér bara hvað ég á yndislegt barn sem er farin að stækka og læra á hitt og þetta.. núna er hún tildæmis hætt á pela..
Síðan ef ég held áfram að telja þetta upp sem er yndilegat við þetta skeið ævinnar, að þá sýnir þetta heilbrigði, hún hefur það sem þarf til að skilja okkur, ögra tæta og tjá sig.. það eru ekki allir svo lánsamir.MIg er bara farið að hlakka til þess að ala upp 2 börn, af sitthvoru kyninu og sjá muninn á hegðun stráka og stelpna. Sjá hvað Alexandra hefur þroskast mikið og getur gert, vera með eitt lítið á handlegg í stutta stund því áður en maður veit þá eru þau farin að ganga sjálf.
Mér finnst þetta vera eins og einhvert verkefni.. þá í lífinu :)
Að takast á við móðurhlutverkið er alveg stór pakki og það þetta ung, og hvað þá að vera nýorðin 20 þegar mitt annað barn kemur í heiminn!Það er svo margt sem að hring snýst um í hausnum á mér þessa dagana í sambandi við uppeldi og móðurhlutverk!
Margt sem ég bara fæ ekki svör við...og hva.. ætli maður fái svör við þessum spurningum sem maður veltir fyrir sér eða lærir maður bara að lifa með þeim??
já það er góð spurning ....
en já ég er bara í hádegismat svo nú ætla ég að fara að vinna.. það er víst nóg að gera
(skrifað 12:00-12:30)
p.s. úbbs...gleymdi mér aðeins... það þarf víst að vista þetta og birta svo þið sjáið en ekki bara geyma þetta á skjánnum :)
Bloggar | 26.9.2007 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég verð bara að monta mig af skvísunni.. hún er svo mikið æði!!!
Hún er orðin svo dugleg..labbar með öllu skríður um allt klappar gerir indijána hlóð og bara fullt... hún er stoltið mitt...engin spurning Algjör prinsessa og algjört æði ...
varð bara að monta mig smá
Bloggar | 24.5.2007 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar