Eins og allflestir sem þekkja mig vita þá eignaðist ég mitt 3ja barn, gullfallega prinsessu þann 31. ágúst sl., heilum 6 vikum fyrir tímann. Þar sem ég fékk ekki neina sterasprautu þurfti hún að fara upp á vökudeild í smá tíma, og fá smá aðstoð við öndunina til að styrkja lungun.
upp á vökudeild eyddum við saman 11 dögum með yndislegu stafsfólki þar, og litla hetjan okkar útskrifaðist 11. september, fullheilbrigð hraust og tilbúin út í lífið.
Við skvísurnar 3 gistum svo heima hjá mömmu og pabba í 2 nætur og áttum yndiislegann tíma, á meðan feðgar voru enn í Rvk hjá tengdó, því þeir voru svo lasnir og við vildum ekki smita litu hetjuna.
svo á sunnudeginum koma þeir heim og álveðum við að fara heim í okkar rúm og eiga kósý dag og kvöld með krökkunum, því það var jú búið að vera mikið álag og rót á famelíunni.
Við tókum aðeins til í íbúðinni svo það væri hægt að njóta kósýheitanna heima, pöntuðum pizzu og horfðum á mynd, eldri krakkarnir fengu svo popp og kók þegar þau voru búin að borða og síðan var haldið upp í rúm.
Við hjónin sátum frammi 2 með litlu prinsessuna á heimilinu og nutum tíman saman... dást að þessu fallega kraftarverki okkar, svo smá og falleg, fullkomin í alla staði. Maður bara trúir því ekki að við gætum gert svona fallegt kraftarverk, svo fullkomið... og hvað þá 3 stk..
kl 11 um kvöldið gef ég snúllu litlu á brjót, hún drakk og drakk og það var eins og hún væri hrædd um að fá aldrei aftur að drekka já mér, ég var svo stolt af henni, þar sem hún var ekki sú duglegasta á brjóstinu, enda ný farin að læra það eftia sondugjafir og pelagjafir upp á vöku. svo ég leyfði henni að sjálfsögðu bara að drekka eins mikið og hún gat í sig látið.. þetta var svo góð tilfinning, einhvað svo fullkomið, alveg eins og þetta átti að vera.
Eftir að hafa legið á brjóstinu í korter, sofnaði daman í mömmu koti, södd og sæl, ég lagði han í rúmið sitt, þennan fallega litla engil okkar.
En hún var nú ekki alveg sátt , og vildi mömmu sína aftur 5 mínútum eftir að hún var lögð niður. Ég tók hana upp, og jújú.. hún byrjaði að leita alveg á fullu, svo ég set hana bara enn og aftur á brjóstið, og skildi ekki hvar hún léti alla þessa mjólk... en hún drakk ágætlega mikið í það skiptið líka. svo legg ég hana í rúmið sitt og við förum að sofa..
við heyrum hana stinja einhvað aðeins í kring um miðnæti þess a elsku, en það vara bara smá stunur svo við héldum bara áætlun um að fara sofa, þar sem jú alvaran tekur við um morguninn.. skóli hjá krökkunum, og <sævar litli að mæta sinn fyrsta dag í aðlögun.
Kl korter í 8 heyri ég svo Lexuna koma framúr... hún kemur til mín og segir mér að fara á fætur, hún vilji fá að borða, og ég játa því , en ekki alveg tilbúin að vakna svona snemmasamt.
Lexan kíkir á litlu systir sína, sem hún er svo stolt af að eiga, og sér þá að ekki sé allt með felldu og spyr mig hvað sé að litlu systir, hún sé að lúlla á einhverju bleiku.. og ég segi henni að þetta sé bara teppið hennar og rúmið sem hún liggi á.. og við þrætum í smá tíma og ég enda á að segja henni að fara fram, ég sé að koma, sem og hún gerði.
Ég stóð upp úr rúminu mínu, klæddi mig í náttbuxur og lít í kring um mig eftir bol, en ákvað nú að kíkja á litlu dömuna, þar sem hún hefði ekkert vaknað um nóttina til að drekka......
...... Sús stund, Mánudagsins 14. september kl 8 um morgun, er sú stund sé ég aldrei gleymi...
Litli fallegi engillinn min, fullkomna kraftarverkið mitt, var látin...
ég trylltist.. heimurinn hrundi... ég bara gargaði, grenjaði.. fann fyrir reiði, sorg, vanmáttar , tómleika, óréttlæti heimsins..... vildi bara vakna upp frá þessarri óhuggnalegu martröð lífsins....
Ég hringdi í mömmu og pabba og þau komu yfir til okkar.... ég hélt á litlu stúlkunni minni, sþétt upp að hálsakotinu, gargði bara og grenjaði... mamma hringdi á 112 og komu þar menn sem sögðu hana látna.....
Ég vissi ekki að heimurinn gæti verið svo óréttlátur, svo illur og grimmur... mig langaði mest að fara með henni.. fyrir hana.. ég var þó orðin 21 árs... hún rétt 14 daga gömul..
Trú mín á Guði, hinum heilaga almáttugar sem er svo góður, Hrundi!! hann er ekki góður fyrst hann gerði þetta hugsaði ég.... hver kallar það gott að taka frá manni það sem maður elskar...
ég færi aldrei að taka nammi af litlu barni sem er búið að bíða alla vikuna eftir nammideginum, loksins þegar barnið er rétt búið að fá að smakka á því..... það er Grimmd eins og mér finnst heimurinn grimmur núna.....
ég nánast grét bara af reiði og sorg í 2 sólahringa stannslaust .... en fór svo aðeins að skána á 3ja degi... ég er farin að reyna að líta á björtu hliðarnar í lífinu, þó að mirkrið sé mikið og erfitt fyrir ljósið að skín í gegn, en ég reyni það þó..
Við eigum enn 2 fallega engla , fullkomin börn sem eru hjá okkur, sem maður lifir fyrir ... og þau finna fyrir því ef einhvað bjátar á. Svo nú reyni ég að vera sterk, fyrir mig, krakkana , manninn minn og fjölskylduna.. og ekki síst Fyrir litla fallega engilinn sem vakir yfir okkur, er í faðmi annarra engla sem við elskum.
Við vildum hafa útförina fallega og fullkomna fyrir fallegann og fullkomin engil, og tókst okkur það. við erum bara mjög sátt með þennan dag, fyrst að þetta var óumflýjanlegt á annað borð.
Ellen Kritjánsdóttir söng nokkur vel valin lög eins og :
tears in heaven
Umvafin englum
When i think of angels
sofðu unga ástin mín
og sálma líka.
Presturinn var líka svo æðislegur og gerði athöfnina svo fallega með því að í moldun notaði hann 3 rósir úr altarisblóminu en ekki mold, og var það afskaplega fallegt.
Við hjónin, ásamt pabba mínum og tengdapabba bárum hana svo út í okkar eigin bíl sem við keyrðum svo út í krikjugarðinn í hafnarfirði og bárum hana svo til grafar.
Ég gerði sálmaskránna sjálf, hún var bleik með fullt af myndum af henni, þar sem það hafðinánast enginn haft færi á að hitta hana og sjá.
Núna er svo alvaran tekin við að nýju, þó lífið hafi breyst hjá okkur fyrir fullt og allt, maður horfið á lífið allt öðrum augum og tekur því ekki sem sjálfsögðum hlut.
Min mesta huggun er sú að hún Þórey inga, litli engillinn okkar, sé í faðmi langömmu minnar sem ég eyddi miklum tíma með á meðan hún lifði, sé í hlýju ástvina, og taki á móti mér þegar minn tími kemur,... ég fæ að hvíla við hennar hlið, og sé hana svo aftur þegar minn tími kemur.
EG vil þakka öllum fyrir samúðarkveðjurnar og allann hlýleikan sem mér og fjölsk. minni hefur verið sýndur, hjálpina í gegn um erfiðustu tíma lífs míns, hjálpina við allt sem tengdist útförinni og undirbúning.
Við gætum þetta ekki ein!
verum góð við hvort annað..
>Hanna Björg Sævarsd.<
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Hanna mín og fjölskylda
Ég votta ykkur innilega sammúð mína.
kærleikskveðjur .
Vallý
Valdís Skúladóttir, 13.10.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.