19 dagar til stefnu

jæja nú er ég sko með fullt af fréttum!!

í fyrstalagi þá hringdi Vikka í mig um daginn og sagði mér það að hún væri ólett.. hún fór í skoðun í gær og er komin 7 vikur og 1 dag í dag. já og ekki nóg m,eð það þá er hún María líka ólett og er komin rúmar 8 vikur.. úff.. það er farið að fjölga í kring um mann...

síðan er það blessuð skírnin og brúðkaupið.
það eru bara 19 dagar í það og ég er að fara á taugum.. mamma var úti í hollandi í 8 daga og kom heim í fyrradag þannig að nú get ég farið að rífa mig up úr leti lífinu og farið að hunskast til að gera einhvað.
eins og ég sagði síðast þá er þetta nú ekki alveg frítt... ég fékk kjólinn á 35000. og skó á 1000.. síðan fann ég loksins sal á 25000 og borga svo aukalega 1500 á tímann fyrir þjónustu stelpu..

síðan er svo margt eftir.. að kaupa í allar kökurnar því það er núna orðið fyrir valinu því salurinn er svo lítill að það er ekki hægt að koma fyrir matarveislu, og síðan að kaupa meira í gosið og síðan auðvitað kaffi ....

sæiðan á maður eftir að faraí greiðslu, en hún Rúrí frænka er tilbúin til þess að gera það í mig, og ég er rosalega ánægð með það. síðan eru neglur, en mamma gerir þær kanski þar sem hún er nú lærð í því eða þá að ég fer kanski til hennar Kollu sem kenndi mömmu. þetta á allt eftir að koma í ljós.

síðan á maður eftir að kaupa dúkana og renningana á borðin, serviettur, undirföt, einhvað að skreytingunum og svona ýmislegt. en já þetta er heljarinnar vinna og mæli ekki með því að svona ákvörðun sé tekin í flýti..eða eki beint flýti heldur með nánast engum fyrirvara. hehehe...

Helgi er alltaf að vinna, þannig að ég ereigilega bara að sjá um þetta. en við erum að fara að hitta prestinn núna 16.11 og síðan 1.12 og þá er hann í fríi.. en núna þarf ég að hætta til að sinna Alexöndru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband