já það er víst tími til kominn að blogga smá....
nú er rétt rúmur mánuður í það að við skírum litlu dömuna:) og ekki nóg með þaðþá ætlum vð víst að dempa okkur út í enn stærri pakka, eða fara í þaðað gifta okkur í leiðinni...
já þið lásuð rétt.. ég er að fara að gifta mig úfff......
við erum búin að fá dag og svona.. þannig að nú er vesenið það að fá sal sem er á hæfilegu verði og sem er jú laus þennan dag... þetta er brjálæði.. verðið á sal mmeð uppvöskunarstelpu er bara 50000kr tak fyrir! síðan er allur maturinn/kökurnar og jú gosið og kaffið. síðan brúðarkjóllin og það sem því fylgir og myndatakan auðvitað... þetta er ekki frítt... ó nei....
tengdó og Helgi vilja hafa pinna mat í veislunni en ég vil kökuveislu.... en nei...pinnamaturinn verður víst fyrir valinu held ég.... en ég fæ allavega kökur eftir það..þannig að ég get verið sátt með það.
ég fór í það að máta brúðarkjóla áðan og 3. kjóllin sem ég mátaði..varð fyrir valinu.. hann er ferlega flottur.eða mér finnst það allavegana. síðan keypti ég slör með og fékk í kaupæti sokkaband og hárband í Alexöndru og þetta kostaði 35000kr.
æj já.. ég veit eiginlega ekki.. ég er enn að melta þennan pinnamat.. æji veit kki hvað það er.. mér finnst að það ætti annaðhvort að vera matur eða kökur en ekki einhvað kjöt á pinna.. veit ekki..kanski bara ég...
og þar sem við höfum ekki efni á því aðhafa mat finnst mér að kökuveisla hefði bara verið fínt... en ég sæti mig við pinnana og kökur í eftir-rétt.
Æji ég vona að þetta verði nú ágætis dagur... ég er svolítið stressuð yfir þessu... ég hef einhverja leiðindar tilfinningu um þetta...kanski bara stress.. en ég er samt alveg 100%viss um að vilja gifta mig.. það er nú alls ekki það... svo er Helgi alltaf að vinna og ég get ekki fengið eins mikla hjálp þaðan, þannig að mér finnst ég þurfa að gera svolítið mikið og stressið er svo mikið og allt það... en þetta bjargast...
en jámm.. ég ætla að segja þetta bara gott í bili og það verður sennilega ekkert meira blogg á næstunni...þannig að bara vonandi verður þetta ágætis dagur eftir allt og allt gangi vel í undirbúningnum.
bæbæ í bili
Flokkur: Bloggar | 31.10.2006 | 21:48 (breytt kl. 21:48) | Facebook
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
María (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.