Nú líða fer að Páskum.......

Jæja.. nú er farið að líða að páskunum... mmmmmmmmmmmmmmmmmm....... ég hlakka ekkert smá mikið til... ég er farin að sakna hamborgarahryggsins....
en við famelían ætlum að vera í húsinu hjá tengdó núna næstu viku þar sem þau verða í bústað yfir páskana, þannig að við fáum að hafa húsið fyrir okkur en komum samt til múttu í mat á páskadag.

Þar sem það er essi tími árs.. þá fylgja alltaf einhverjar veislur í kjölfarið og við erum semsagt að fara í 3 á stuttum tíma... á morgun,skírdag, förum við í fermingarveislu hjá Arnari henar Júllu, svo kemur föstudagurinn langi og þá er bara svona hvíldardagur hjá okkur litlu fjölskyldunni.. svo kemur laugardagurinn og þá förum við í afmælisveislu hjá henni Talíu litlu, stjúpdóttur hennar Ingu Hönnu frænku svo þá verður fjör, þar sem það fylgir alltaf svona veislum... svo er það Páskadagur og þá höfum við það nú bara kósý fram að kvöldi þá verðum við í mat hjá mömmu og vonandi að pabbi og Gabríel nái nú að koma í land fyrir þann tíma... svo á 2. í páskum þá fermist hún Tanja dóttir henar Vallýar, og okkur er víst boðið í þá veislu, svo það verður ekkert mikið um rólegheitin þessa þáskana :)

En lítum á björtu hliðarnar.. við höfum þá nóg að gera í þessu langa fríi okkar, ekki bara hanga heima og gera ekki neitt.. Svo á hún Lexa mín eftir að njóta sín í botn ... fullt að gera og svona. svo ætluðum við að reyna að kíkja upp í bústað til tengdó einn dag eða svo... þ.e.a.s. ef það kemst fyrir á þessarri þéttskipulagða prógrammi hehehehehe.. hefðum alveg þurft aðeins meira frí til þess að koma þessu öllu fyrir hérna hjá okkur... hahaha

En annars er bara allt fínt að frétta héðan af okkur... Lexa mín alltaf jafn kát og já..... Ákveðin ef við orðum það pent.. og auðvitað enn að læra fullt af orðum svo hún er bara svakalega dugleg.. Sævar Óli er bara góður.. sefur alla nóttina.. farin að sofna sjálfur við óróan sinn, en það er eins og hann sé með einhvern magakrampa eða einhvað því hann verður alltaf pínu órólegur á kvöldinn, alltaf á svipuðum tíma.. svo það er einhvað að angra hann... hann er líka svo rosalega loftmikill að það gæti verið bara það sem er að angra hann... í gær velti han sér yfir á magan í fyrsta sinn... ykt flottur á því.. og svo er hann farinn að fá að borða graut 1 sini á kvöldinn...
svo börnin mín eru bara stór og dugleg og spjara sig flott...

Helgi alltaf bara að vinna á daginn til 5 örsjaldan sem hann er aðeins lengur og svo erum við bara yfir höfuð hérna heima á kvöldin...það er svosem alveg ágætt...jú við förum í ljós..nema hvað að maður er ekki nógu duglegur að fara út með Lexu eins og hún þarf á því að halda og hefur svakalega gaman að því...svo það þarf að breytast aðeins meira.

en ég held að ég sé alveg búin að skrifa nóg og þér hlítur að leiðast svakalega fyrist þú nenntir að lesa allt þetta hálf tilgangslausa blogg hahahaha

en nóg um það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband