Svona hitt og þetta

c_documents_and_settings_user_my_documents_krakkarnir_ekki_henda_hanna_my_pictures_alexandra_5_img_0930.jpg

Jámm og jæja.... dagurinn í dag, næstu dagar og fleira...
Í dag fórum við í skírnina hjá Elísu Dimmey, frænku Helga og Alexöndru og var það alveg ágætt... Ég er bara eins og ég er, feimin og svona þannig að ég var ekkert að blanda geði við fólkið, sat aðalega bara við borðið eða var hangandi utan í Helga Koss

En já, við klæddum Alexöndru í föin sem Inga Hanna gaf henni... æji hún var avo mikil prinsessa í þeim. Ég setti hana í kjól innan undir sem mamma og pabbi keyptu útá spáni sem er handgerður og síðan var hún í þessu sem Inga gerði og bara já.Það má segja að hún hafi fengið slatta af athygli í dag,litla prinsessan.

En svona annars er bara allt gott að frétta.Grindin hjá mér er einhvað að koma til.Þarf bara að slaka meira á og vera ekki svina mikið á flakki,og Alexandra er alltaf jafn vær og góð. Við höldumsat að það sé einhvað að angra hana í maganum, því hún er búin að vera svo mikið að kvarta en samt ekkert óróleg eða svona vælandi.Hún losar ekki nógu vel um loft eftir að hún er búin að drekka heldur frekar svoítið seint þannig að það gæti hjálpað að hún níað losa það, að hún verði ekki óróleg.Vonandi bara að það komi allt á endanum og við sleppum við maga kveisu.

Síðan var síðasta skiptið hjá ljósmóðurinni í dag.En hún kemurhingað daglega eða svona 8 sinnum efir að maður er búin að eiga til að hjálpa manni.Og af því að allt hefur gengið svo vel hjá okkur hefur hún bara þurft að koma 7 sinnum.Síðan tekur bara ungbarna eftirlitið við.

Svo höfum við verið að velta þessu fyrir okkur með skírnina hjá okkur.Ég var að stinga upp á því við Helga að skíra 3.des (1.í aðventu) á afmælisdaginn min.. en það er samt ennþá alveg óákveðið. En ég held að honum hafi ekkert litist neitt illa á það. En þetta kemur allt í ljós bara...

En ég held að ég láti þetta nægja í dag og ég setti svo inn mynd af Alexöndru hérna á bloggið , í fötunum sem hún var í, í dag .....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband