Já eins og kanski flestir vita þá kom prinsessan mín í heiminn þann 15.09.06 kl 16:29. hún var 3660gr og 52cm algjört gull.þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig, bara alveg eins og í sögu.var sett af stað kl 12 því ég var komin með 4-5 í útvíkkun án allra verkja síðan um hálf 3 held ég,þá byrjuðu verkirnir og þá var ég líka komin með 7-8 í útvíkkun. síðan um 3 þá fer ég að fá rembinginn og hún fæddist 16:29
en hún er bara algjört æði. hún sefur mjög mikið rétt vaknar til að borða og svo sefur hún alla nóttina vaknar bara einusinni til að fá nýja bleyju og drekka.Meira getur maður ekki beðið um. hún er núna farin að byrja vaka aðeins meira eftir að hún er búin að drekka og svona og hún er alltaf að fá hrós frá ljósmóðurinni fyrir það hvað hún er dugleg og svona, þannig að hún er bara algjör draumur.
það er búið að ver pínulítið um gestagang núna þannig að maður er ekkert að nenna neinu því öll orka fer í það að taka á móti gestum og svona og síðan fórum við með hana til tengdó og þá komu slatti að skoða, þannig að núna þegar allt er farið að róast þá getur maður loksins nýtt þessa orku í að blogga og fleira.
en ég ætla að skella mynd af dömunni inn á bloggið og gera albúm handa henni hérna síðan bendi ég á síðuna hennar...og hætta svo að blogga í dag....
Flokkur: Bloggar | 21.9.2006 | 15:42 (breytt 24.9.2006 kl. 01:19) | Facebook
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.