jæja.. við létum verða af því að flytja heim til mömmu og pabba í árbæinn aftur. En áætlunin var að koma í des ef við sæum ekki fram á það að íbúðarmálin myndu vera komin í góðann faveg og það væri smá tími í að við fengjum íbúð, og þá var það bara svona til að hafa félagsskap frá einhverjum á daginn og smá hjálp þar sem ég verð með 2 börn.
En íbúðarmálin eru nú bara að ganga þokkalega hérna hjá okkur.... við erum semsagt búin að finna íbúð sem okkur lýst mjög vel á og er hún í innri njarðvík. þetta er 3ja herbergja íbúð, 86 fm með þvottarhúsi inni í íbúðinni og sér ingangur. henni fylgir þvottavél, þurrkari, ískápur og uppþvottarvél.. svo ég þarf næstum þvíbara að mæta með fötin mín og buið :) hehehe neinei en allavega.. það er ekki búið að klára íbúðina svo hún verður ekki afhend fyrr en í júní-júlí.. og við festum okkur hana og eigum að hitta fasteignarsalan í næstu viku og þá gefum við loka svar þegar við höfum talað við hann....svo við tókum bara þá ákvörðun fyst það er ekkert á næstuni sem við komumst í hana og ástandið var orðið svona að flýta þetta af bara... og nú erum við semsagt aftur komin hingað í árbæinn...
En ananrs höfum við það bara fínt... Alexandra er reyndar enþá svona veik með í hálsinum og bullandi kvef, vonandi að það fari nú að lagast, og svo er ég en með einhvað í hálsinum og niður í lungu, en ég er nú ekki frá þvi að það sé farið að lagast aðeins....
Og nú stytist óðum í litla prinsinn okkar.. ég er að verða komin 30 vikur.. og þá eru aðeins 10 eftir :S úff svo fljótt að líða.. en ég verð þó að viðurkenna það að ég er orðin alveg ægirlega spennt að fá hann í heiminn að ég má ekki sjá myndir af nýfæddum börnum og þá er ég bara komin af stað næstum því.. ég er alveg veik... úff... ég hélt að maður væri ekki svona þegar maður ætti lítinn villing sem fer algjörlega eftir því sem HÚN vill og HANA langar....en ekki hvað við segjum að má og ekki má.. hehe en æji þetta er svo æðislegt... kanski er ég bara klikkuð..eða fædd til þess að vera mamma eða einhvað.. who knows ....
en talandi um að að styttist í litla kút.. hvað þá jolin ó mæ...... það er farið að sýna jóla auglýsingar, selja jólasmákökur og jóladót...skreyta með jóladóti í búðunum...hvað er í gangi..og ekki komin nóvember.. úfff... við íslendingar erum alltaf að verða klikkaðari og klikkaðari..... með hverri mínútuni sem líður.. en ekki það að ég er algjör jólahommi og elska jól og jóla-dót hvað sem það nú er... svo ég ætti kansk iekkert að vera að kvarta.. hahahaha
svo á morgun erum við Helgi búin að vera saman í 2 ár...ALLT OF FLJÓTT AÐ LÍÐA..... finnst það samt vera lengri tími sem við höfum verið saman en samt svo stutt síðan.. mjög flókið allt ...
en jæja.. ætla að hætta þessu bulli og koma mer í rúmið....
góða nótt elskurar
Flokkur: Bloggar | 28.10.2007 | 00:42 (breytt kl. 00:44) | Facebook
Spurning mánaðarins:
Tenglar
Framtíðar leiðtogar
- Litli kúturinn minn
- Gunnar Örn
- Brynja Koldís
- Kristófer Máni
- Sara Kristbjörg
- Emilía Dís
- Elísabet Lára
- Stefán Breki
- Þórhildur Lísa
- Tristan Máni
- Nökkvi Freyr
- Hrafntinna Alba
- Viktor Máni
- Alexandra Nótt
Fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.