Róleg heit hjá mér í kveld

Úff hvað hún dóttir mín getur tekið á!!
hún er svo mikill grallari að það er ekki fyndið...en hún er alltaf jafn yndisleg þrátt fyrir það! en ég er semsagt búin að vera með hana í dag og erum búnar að vera að dunda okkur við hitt og þetta svona og leika, en alltaf verður hún samt að ögra og prakkarast einhvað...þannig að núna í dag er eins og ég sé búin að vera með 9 börn! en samt bara hana dóttur mína!

Já svona er þetta þannig að hann Helgi minn var svo æðislegur að taka það að sér að tannbursta og svæfa.. svo ég fengi smá róleg heit í kvöld.
Annars er voðalega lítið búið að gerast og lítið að frétta.. ég ákvað það að fara ekki í 3-d sónarinn þar sem hún átti ekki tíma fyrr en ég væri komin um 30 vikur og mér finnst það of seint...þá er allt orðið svo þröngt og myndirnar óskýrar og ég tími ekki að borga 13þús fyrir óskýrar myndir...þannig að ég er hálf svekt yfir því að hafa ekki pantað fyrr svo ég hefði geta komist á góðum tíma. en það eru mín mistök!!!!

Ohhhhh já ég er einhvað svo þung þessa dagana..veit ekki hvað það gæti verið.. ég hef ekkert mætt í vinnuna alla þessa viku, vanlíðan og einhvað svoliðs að angra mig en ég veit ekki hvers vegna... jújú ég var slöpp á mánudagin og í grindinni í dag en alveg sama.... ég er til skammar að mæta svona illa.. ég bara hef eki höndlað það... hef ekkert nennt að gera neitt... finnst orðið bara mál að fara í bað!raka mig og vera snirtileg!!!svo er ég alltaf að kvíða meira og meira fyrir næsta ári, hvernig ég geti farið að því að ala upp 2 börn, stutt milli bil .. ég ekki nema ný orðin tvítug þegar að því kemur..ohhhh ég veit ekki....langar til að öskra eða grenja eða einhvað.. þoli ekki þegar ég fer út í einhvað svona....ohh ég veit ekki..hvað getur maður svosem gert :(
bý enn í foreldra húsum... æji ég veit ekki..... ég er að springa úr áhyggjum!! algjörlega... svo er hún Alexandra orðin svo frek og algjör þrjóskupúki.. mun hún skána, versna eða standa í stað þegar að nýja barnið kemur??? hverni á ég þá eftir að fara að?? verða þau bæði algjörir prakkarar og frekjur??Hvernig bregst hún við því að egnast lítin bróðir? verður hún afbrýðissöm? verður hún góða stóra systirin...tekur hún honum eða afneitar.. æji ég veit ekki.. þúst...það er svo mikið um spurningar sem enginn getur svarað!

Svo er nú samt alveg spenningur í að fá litla barnið mitt í heiminn.. alveg jafn mikill og þegar ég gekk með Alexöndru.. nýtt kyn nýtt barn.. fá að eiga 2 börn... á meðan aðrir geta ekki einusini eignast eitt.... svo sit ég hér og kvarta yfir áhyggjunum..
Ætti kanski bara að horfa á björtu hliðarnar og gera ekki mál úr þessu...þetta kemur þegar að það kemur og ég tekst á við þetta þá.... kanskí ég æti að hugsa bara svoliðis!

já ég ætla að hætta þessu buli hérna það er enginn sem nennir að lesa svona þunglyndi...
ætla njóta friðarins í kvöld bara

heyri í ykkur þegar ég verð skárri eða þarf að pústa einhvað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband