Sitt lítið af hverju

Já það er nú orðið ansi langt síðan að maður bloggaði hérna!!!!

En ég hef ákveðið að reyna að taka mig á í þessum málum hérna!!gengur ekki lengur.. en ég vil taka það einnig fram að það sem kemur fram á þessu bloggi eru eingöngu mínar hugsanir og vangaveltingar, þannig að þetta er einskonar dagbók! svo ef ég er að tala um eionhvað hérna þá er það í raun fyrir mig og ykkur sem kjósið að lesa og það verður ekkert tekið út afþví að ykkur mislíkar það sem ég segji!..

Aðal ásæða þess að blogginu var lokað og úr því hætti ég svo að blogga var einfaldlega sú að það var smá afskitasemi um það hvað ég væri að blogga um og vildi að fæslan yrði fjalægð. svo ég ákvað að "stjórna" því hver myndi lesa :)

En það eru engin leiðindi út af þessu, fólk má hafa sínar skoðanir, rétt eins og ég og treysti ég þá einnig á það að mínar skoðanir séu einnig virtar ;) en nóg um það

Allt brjálað að gera hjá mér núna... annað barn á leiðinni....Lítill strákalingur, fullu í vinnunni.. þegar ég hef heilsu í hana, komin með grindarlos...mis góð eftir dögum og bara fullt að gera með litla Skæruliðann minn:D já hún er sko algjör skæruliði...tætir í allt sem hægt er að tæta í!!! og þá meina ég ALLT! hahaha og hún er líka í því að ögra manni alveg á fullu með það sem hún veit að er bannað og svona ýmislegt skemmtilegt.. en ótrúlegt en satt að þegar ég horfi svona til baka, þó það sé bara til gærdagsins að þá hef ég lúmst gaman að þessu.. auðvitað getur maður orðið pirraður og allt það en, þetta sýnir mér bara hvað ég á yndislegt barn sem er farin að stækka og læra á hitt og þetta.. núna er hún tildæmis hætt á pela..
Síðan ef ég held áfram að telja þetta upp sem er yndilegat við þetta skeið ævinnar, að þá sýnir þetta heilbrigði, hún hefur það sem þarf til að skilja okkur, ögra tæta og tjá sig.. það eru ekki allir svo lánsamir.MIg er bara farið að hlakka til þess að ala upp 2 börn, af sitthvoru kyninu og sjá muninn á hegðun stráka og stelpna. Sjá hvað Alexandra hefur þroskast mikið og getur gert, vera með eitt lítið á handlegg í stutta stund því áður en maður veit þá eru þau farin að ganga sjálf.
Mér finnst þetta vera eins og einhvert verkefni.. þá í lífinu :)

Að takast á við móðurhlutverkið er alveg stór pakki og það þetta ung, og hvað þá að vera nýorðin 20 þegar mitt annað barn kemur í heiminn!Það er svo margt sem að hring snýst um í hausnum á mér þessa dagana í sambandi við uppeldi og móðurhlutverk!
Margt sem ég bara fæ ekki svör við...og hva.. ætli maður fái svör við þessum spurningum sem maður veltir fyrir sér eða lærir maður bara að lifa með þeim??
já það er góð spurning ....

 

en já ég er bara í hádegismat svo nú ætla ég að fara að vinna.. það er víst nóg að gera

(skrifað 12:00-12:30)

 

p.s. úbbs...gleymdi mér aðeins... það þarf víst að vista þetta og birta svo þið sjáið en ekki bara geyma þetta á skjánnum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband