Smá bull í mér

Jæja þá eru bara 5 dagar eftir og vonandi ekki meira en það,en líka vonandi ekki mikið minna en það því ég er komin á einhverjar töflur til aðdrepa niður vírus sem ég er með og ég verð að vera búin að vera á þeim í 5-6 daga svo ég gei átt eðlilega.Ef hún kemur fyrr þá verður bráðakeisari, og mig langar nú að geta átt hana eðlilega. en þetta er 3ji dagurinn á töflunum þannig að hún má koma á sunnudaginn eða eftir það.

Þó maður sé nú orðin nett þreyttur á þessu og verkjaður þá er ég farin að kvíða pínku lítið þessarri fæðingu. ég er svo hrædd um að einhvað gerist eða þetta verði svo sársaukafullt að ég bara er að fara yfir um á þessu.So er Helgi loksins farinn að vera rólegri, þannig að þetta er ekki eins erfið bið fyrir hann eins og þetta var...þannig að þetta er allt orðið mun betra í rauninni þannig.

Svo þoli ég ekki hvað maður verður viðkvæmur.Ég er nú yfir höfuð ekki neitt svaka viðkvæm, en er það örlítið núna en samt kannast ég ekki við það eins og flestar tala um að grenja út af engu og einhvað.Ég var einmitt að tala um þetta við Helga um daginn og hann sagði a.m.k. að ég væri ekki þannig, en það gæti verið kanski bara það sem hann segji við mig. veit ekki... en mér finnst það allavegana ekki.

Æj já..þó að kvíðinn sé mikill þá er nú spenningurinn líka frekar mikill... síðan eru vinkonur mömmu að hringja í hana til þess að spjalla og spurjka svo allar alltaf hvort einhvað sé farið að gerast og einhvað.. þannig að við fjölskyldan erum greinilega ekki sú eina sem er farin að bíða :) Íris yngsta systir Helga sagði í gær við mig, YESSSSS bara 6 dagar eftir ertu ekki spennt.. og þá spurði Helgi einmitt mömmu sína hvort hún væri nú ekki búin að gera henni grein fyrir því að það gæti orðið 14dögum lengra en það, og þá sagði hún bara ; nei... því það er ekkert inní myndinni :) hehe þannig a ég má greinilega bara ekkert ganga fram yfir..... já það er gaman að þessu

en ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa meira ég er búin að skrifa svo hrikalega mikið um allt og ekki neitt sem öllum er sama um hehehehe þannig að ég ætla bara að hætta að kvelja fólk með óþarfanum í mér og finna einhvað betra að gera :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha sársaukafullt, ójá meira en þú getur nokkurn tíman ýmindað þér sko:) en það er vel þess virði og "gleymist" fljótt...

Það eru allavega ekki meira en 18 dagar eftir og hlökkum við mikið til að fá að sjá litlu frænku loksins ;) Tristan á sko eftir að kenna henni að vera prakkari því hann verður og er það greinilega hehe ;)

Kveðja frá Evu, Zaldy og Tristan Mána ;)

Eva Björg (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband