bið, bið og en meiri bið

Jæja þá er maður komin í fæðigarorlof og þá tekur ekkert annað við en undirbúningurinn og biðin endalausa.. nú er ég búin að vera i orlofinu í 5 daga og ég held að það sé allt tilbúið nema litla stelpan mín,þannig að nú er bara biðin eftir...og það er erfiðasti parturinn af öllu ferlinu.

Ég var svo dugleg í vikunni að ég þvoði allann þvottinn (barnafötin) og straujaði það svo allt og setti í plast og aftur ofan í skúffu.. núna i dag þá breytti ég öllu herbergiu...þá meina ég að snúa öllu við og bæta við einhverju dóti sem að Helgi minn var að koma með heiman frá sér...þannig að nú er hann eiginlega bara alveg fluttur..... og allt tilbúið fyrir snúlluna.....

Æji það var svo sætt í gær þá vorum við Helgi að tala saman um næstkomandi mánuð og hann var að lýsa spenunni yfir því að verða pabbi...og það var svo sætt... svo í dag vorum við að fara með barnavagninn niður í hjólageymslu og þá datt upp úr honum ; ohh hvað mig hlakkar mikið til að fá litlu prinsessuna og getað farið að súllast með hana.... æji þetta er svo skrítið að heyra svona ungan strák segja þetta

en já svo er mæðraskoðunin á morgun og hlakka til að sjá hvað hún segir við mig... aðeins 4 vikur eftir á morgun:) þetta fer allt saman að koma....

jæjja...ég ætla að klára herbergið mitt og gera það tipp topp svo manni líði vel þar inni

þangað til næst.....


blessuð blíðan

já loksins er sumarið farið að gefa okkur smá sól hingað á klakann....
í gær fórum við Helgi mamma pabbi Elísabet og Tanja vinkona elísubetar í heiðmörk og grilluðum.. ohhh það var æðislegt.. það er svo fallegt þarna þegar það er svona gott veður...
síðan í dag..úff það er bara hátið...2 sólardagar og logn báðadagana og það í röð... það er bara draumur...it's to good to be true....

en jámm... í gær eftir vinnu fór mamma og pabbi með mig í ólavía og óliver  og við keyptum æðislegann barnavagn og svona smá fylgihluti við hann...þetta er svona "baby's first car" kerruvagn.. æðislegur... hann er svo mjúku og léttur og alls ekki klunnalegur.. bara frábær vagn í alla staði....

æj já það er svo stutt í þetta....ekki einusinni 6 vikur í áætlaðann fæðingardag.... enda er farið að vera meira um verki og þreytu  sem er nú alveg skiljanlegt...
ég er orðin svo hryllilega spennt að það er eiginlega bara óholt...skil ekki hvernig konur geta meðið eftir börnunum sínum svona lengi.... en jújú þetta er hlutur sem fylgir þessu bara...

æj já það er allt svo fljótt að líða einhvað....Verslunarmannahrlgin bara rétt ókomin.. tengdó og famelí fara að koma heim frá spáni,María kærasta Óla frænda er búin að vera að vinna á kanarí í sumar..hún fer að koma heim, ég fer í fæðingarorlof á föstudaginn í næstu viku ég fer að fara að eiga barnið..þúst...jólin ....að styttist óðum í þau..þetta er allt svo allt of fljótt að líða.. mér finnst eins og allt sé á hraðspólun eikkurneigin..en samt finnst mér þetta aldrei ætla að koma... áður en maður veit af er verið að leita af elliheimili handa manni... það er tímabært að maður fari að nota þennan  tíma sem maður hefur í dag því maður veit ekki hvernig morgundagurinn verður... hvað þá vikan eða mánuðurinn....

en já...eg ætla að hætta að spá í þessu.. maður getur svo endalaust talið upp og blaðrað um það daginn út og inn en ég nenni þvi nú ekki... ég sit hérna einhvað ein heima hjá tengdó að láta mér leiðast inni í þessu góða veðri..held að ég sé ienhvað klikkuð.. í staðinn fyrir að fara út á svalir a.m.k. í góða veðrið... en svona er þetta bara.. jæja..ég ætla að halda áfram að gera mig sæta og fína og dunda mér einhvað hérna heima ..aldrei að vita að maður fái múttu og þau til að gera ienhvað svona í tilefni veðursins.....

hafið það gott og notið sólina vel... hún fer áður en mann grunar  Svalur


betra er seint en aldrei

æji já ég er búin að vera ýkt löt vi það að skrifa og blogga en já betra er seint en aldrei....

nú er tengdó og famelí farin til benidorm..þannig að við helgi búum bara heima hjá þem á meðan..mér finnst þetta svo mikið svindl... allir að fara til útlanda í kring um mann bara því ég get ekki farið....en sonna eridda...ég verð bara hér heima í okkar æðislegu rigningu og þessum æðislega vindi.....horfa á björtu hliðarnar.. blómin þurfa nottla á þessu að halda til þess að lifa og fjölgasér með fræflutningunum... en jámm....

annars er ég nú bara orðin óþolinmóð í því að bíða eftir dóttur minni...hún er nú farin að róast alveg helling hérna í maganum en það er bara út af plássleysi held ég...

en jámm....síðan fer ég að far aí fæðingarorlof...á svo stutt eftir í vinnu að það er varla hægt að trúa þessu..ég er enn svona að jafna mig á þessu...þetta er allt svo fljótt a líða að maður á í erfiðleikum með að halda í við timann....

en jámm..ég ætla að finna mér einhvað að gera svona í tilefni að því að vera eins heima :)

hafið það gaman um versló á djamminu............
og hafið mig í huga....auka fyrir mig :**

kv frá bumbubúa og mér


Mamma komin heim

ohhh loksins eru mamma og þau komin heim.. var farin að sakna þeirra of mikið..... og eins og mamma er (klaupóð) þá kom hún heim með stóra ferðatösku handa okkur Helga og litlu prinsessunni sem hún var að kaupa úti.....bilun...en jámm... þannig að kommoðan er eiginlega bara að verða troðin :S

Og æj að var svo margt sem var svo hrikalega sætt..ég bara átti erfitt með mig...og þetta var svo mikið að fötum á hana að ég held að ég geti bara gjörsamlega sleppt öllum fatakaupum...
Síðan fóru þau á einhvern götumarkaðinn og sáu að það var verið að sauma í derhúfur og allskonar hluti og létur gera 2 bleika smekki...ýkt sæta sem stóð á afastelpa á einum og ömmustelpa á hinum.. ekkert smá sætt... svo fékk hún alveg flóð af böngsum og útigalla,baðslopp,handklæði, teppi,2 eða 3 kjóla, húfur,sólhatta,sandala,2galla,samfellur og meira að segja sundkúta og síðan var einhvað meira líka, man því miður ekki hvað..enda soldið mikið af dóti...

Þetta er ýkt sætur kjóll sem var keyptur í gamlabænum úti á spáni og verkið ofan og neðan á kjólnum og hlírarnir eru handunnir... síðan er sólhattur með :)


handverkaður kjóll

Komin til að vera

jæja... þá er það þessi síða... hún er alveg komin til að vera...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband